fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Réðu leigumorðingja til þess að myrða maka sína – Sá var í raun lögreglumaður

Valerie McDaniel tók sitt eigið líf í stað þess að horfast í augu við gjörðir sínar

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 30. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útsmogið ráðabrugg tveggja elskenda um að ráða maka sína af dögum fór hrapalega úrskeiðis þegar í ljós kom að leigumorðingi, sem þau ætluðu að ráða til verksins, var í raun rannsóknarlögreglumaður. Annar aðilin, hin 48 ára gamla Valerie Busick McDaniel, gat ekki horfst í augu við gjörðir sínar og ákvað að stökkva fram af háhýsi í Houston og taka þar með sitt eigið lífi. Atvikið átti sér stað síðastliðin miðvikudag.

McDaniel hafði átt í ástarsambandi við hinn 39 ára gamla Leon Jacob um nokkur skeið þegar þau fengu hina djöfullegu hugmynd. Þau höfðu samband við mann, sem þau töldu að væri leigumorðingi, og skipulögðu fund á veitingakeðjunni Olive Garden. Þar buðu þau hinum meinta morðingja 20.000 dali sem og tvö Cartier-úr fyrir að koma mökum sínum fyrir kattarnef. Átti morðið á eiginmanni McDaniel, sem var faðir átta ára dóttur hennar, að líta út sem misheppnað bílrán.

Lögreglan í Houston hafði samband við eiginmanninn, sem og kærustu Jacob, og greindu þeim frá ráðabrugginu. Þau samþykktu að láta taka myndir af sér þar sem ekki var annað að sjá en að þau hefðu verið myrt. Því næst skipulagði lögreglumaðurinn fund með McDaniel og Jabob þar sem þau inntu greiðsluna af hendi.

Skötuhjúin voru því næst handtekin og áttu réttarhöld að hefjast yfir þeim um miðja vikuna. Eins og áður segir ákvað McDaniel að taka sitt eigið líf áður en til þess kom. Hægt er að lesa meira um málið hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út