Translýtalæknir dældi sementi og tonnataki í afturenda sjúklinga

Fékk 10 ára fangelsisdóm fyrir manndráp – Viðskiptavinirnir kölluðu hana „Hertogaynjuna“

Björn Þorfinnsson skrifar
Þriðjudaginn 28. mars 2017 20:30

Transkonan Oneal Ron Morris var á dögunum dæmd í í 10 ára fangelsi fyrir manndráp sem og fyrir að stunda lýtalækningar án tilskyldra leyfa.

Oneal, sem fæddist sem karlmaður en skilgreinir sig nú sem konu, var gefið að sök að hafa dælt stórhættulegum efnum í afturenda sjúklinga sinna. Sjúklingarnir kölluðu Oneal „Hertogaynjuna“ en um var að ræða einstaklinga sem þráðu annað eftirsóknaverðara útlit en höfðu ekki efni á hefðbundnum lýtalækningum. Meðal annars dældi Oneal sílikoni, steinolíu, sementi og tonnataki (e. Super Glue) í líkama sjúklinganna.

Einn ónægður viðskiptavinur, Shatarka Nuby, sat í fangelsi í nóvember 2011 þegar hún tók uppá því að skrifa bréf til þar þarlendra fangelsismálayfirvalda þar sem hún lýsti því hvernig rasskinnar hennar höfðu orðið grjótharðar og svartar að lit, eftir aðgerð hjá Oneal. Yfirvöld fóru að rannsaka málið en fjórum mánuðum síðar var Nuby látin.

Í ljós kom að í tíu skipti á árunum 2007 til 2011 hefði Oneal dælt óþekktum efnum í líkama Shatarka Nuby, til þess að fegra rass hennar og mjaðmir. Afleiðingarnir urðu þær að hún lét lífið á kvalarfullan hátt. Fyrsta aðgerðin kostaði um 250 þúsund krónur og var vinur Nuby viðstaddur. Þá var barnung dóttir Nuby viðstödd aðra aðgerð og mætti hún fyrir dóm til þess að gefa vitnisburð sinn.

„Dóttir mín lést á ómannúðlegan hátt. Hún kvaldist í 18 mánuði og hafði ekki hugmynd um hverskonar efni voru í líkama hennar,“ sagði Sherri Pitts, móðir Nuby í samtali við Washington Post.. Fjölskyldan kallaði eftir lífsstíðardómi yfir Oneal en fengu ekki ósk sína uppfyllta.

Verjandi Oneal hélt því fram að viðskiptavinir hennar hafi verið meðvitaðir um að „hertogaynjan“ var ekki læknismenntuð og því væri ósanngjarnt að hún ein myndi bera ábyrgðina á aðgerðunum misheppnuðu. Dómarinn í málinu deildi ekki þeirri skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af