fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Stjörnur sem fengu stóra tækifærið fyrir hreina tilviljun

Pamela birtist á risaskjá – Mel Gibson lenti í slagsmálum – Ashton Kutcher vann fyrirsætukeppni

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnurnar í Hollywood eiga allar sína sögu um aðdraganda þess að þær fengu stóra tækifærið og slógu í gegn. Sumar sögurnar eru þó skemmtilegri en aðrar og má segja að röð tilviljana hafi orðið til þess að margar stjörnur slógu í gegn. Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron má til dæmis þakka orðaskaki sem hún lenti í við bankastarfsmann um aðdraganda þess að hún varð fræg leikkona. Hér að neðan má lesa um aðdraganda þess að stjörnurnar í Hollywood urðu stjörnur.


Reifst við gjaldkera

Það kannast flestir við þessa bráðsnjöllu leikkonu sem vann til Óskarsverðlauna árið 2004 sem besta leikkona í aðalhlutverki. Þegar Theron var 18 ára flutti hún til Hollywood til að reyna fyrir sér í leiklist. Um þetta leyti bjó hún á hótelum sem hún greiddi fyrir með ávísunum sem hún fékk fyrir fyrirsætustörf í New York. Dag einn var hún stödd í bankaútibúi þar sem hún reyndi að skipta ávísun, en vegna þess að ávísunin var gefin út í öðru ríki sagði gjaldkerinn henni að það væri ekki hægt. Theron stóð fast á sínu og skiptist á nokkrum vel völdum orðum við gjaldkerann. Kom þá aðvífandi maður sem reyndi að koma Theron til aðstoðar, en umræddur maður, John Crosby, starfaði fyrir umboðsskrifstofu í Hollywood sem leitaði að ungum og efnilegum leikurum. Crosby gaf sig á tal við Theron eftir að henni hafði tekist að skipta ávísuninni og í kjölfarið aðstoðaði hann Theron við að finna hlutverk. Innan fárra mánaða lék hún í sinni fyrstu mynd, Children of the Corn III sem kom út árið 1995.


Mynd: Reuters

Birtist á risaskjá

Eins og margir eflaust vita sló Pamela Anderson í gegn sem fyrirsæta áður en kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðendur í Hollywood gerðu hosur sínar grænar fyrir henni. Pamela er fædd í Kanada og hún flutti til Vancouver eftir útskrift úr menntaskóla til að starfa sem einkaþjálfari. Um það leyti skellti hún sér á leik í efstu deild kanadísku ruðningsdeildarinnar og flennistór mynd af henni birtist á skjá á vellinum. Pamela var íklædd bol sem var merktur Labatt, sem er kanadískur bjórframleiðandi. Eins glæsileg og Pamela var á þessum tíma – og er enn vitanlega – vakti hún mikla athygli og forsvarsmenn Labatt gerðu umsvifalaust auglýsingasamning við hana. Í kjölfarið kom kallið frá Playboy og þar á eftir landaði hún hlutverkum í sjónvarpsþáttum á borð við Charles in Charge, Married … With Children, Home Improvement og svo Baywatch þar sem hún sló endanlega í gegn.


Hljóp í skarðið eftir forföll

Bill Cosby má muna fífil sinn fegurri enda hafa fjölmargar konur stigið fram á undanförnum árum og sakað hann um kynferðisofbeldi. Til stendur að rétta yfir honum síðar á árinu. Áður en þessar ásakanir komu fram í dagsljósið var Cosby virtur og vinsæll skemmtikraftur hjá mörgum. Ferill hans í skemmtanabransanum hófst á sjötta áratug liðinnar aldar þegar Cosby starfaði sem barþjónn á klúbbi þar sem grínistar héldu uppi stuðinu. Eitt kvöldið forfallaðist einn skemmtikrafturinn og brá Cosby á það ráð að hlaupa í skarðið og fara upp á svið. Cosby sló rækilega í gegn í kjölfarið og varð einn vinsælasti skemmtikraftur Bandaríkjanna á síðari hluta 20. aldar.


Mynd: WENN.com

Vann fyrirsætukeppni

Áður en Ashton Kutcher varð frægur leikari stundaði hann nám í verkfræði við University of Iowa. Samhliða námi starfaði hann sem smiður og einnig í verksmiðju General Mills í Cedar Rapids í Iowa. Eitt kvöld breyttist þó allt þegar Kutcher fór á bar í Iowa City. Þar kom maður að máli við hann og hvatti hann til að taka þátt í fyrirsætukeppni. Kutcher ákvað að slá til og vann keppnina. Hann tók þátt í fleiri keppnum og sat meðal annars fyrir á auglýsingum fyrir Calvin Klein og Versace. Í kjölfarið hófst leiklistarferill Kutcher en stóra tækifærið kom í þáttunum That ´70‘s Show.


Mynd: DV

Afdrifarík slagsmál

Ástralski leikarinn Mel Gibson stefndi alltaf að því að verða leikari en tilviljun réð því að hann varð heimsfrægur. Hann stundaði leiklistarnám við National Institute of Dramatic Art í Sydney og lék í nokkrum leiksýningum eftir útskrift. Dag einn bað vinur hans hann um að skutla sér í prufu fyrir nýja mynd sem bar heitið Mad Max. Gibson vildi aðstoða vin sinn en prufan var daginn eftir. Kvöldið áður en prufan fór fram lenti Gibson í slagsmálum á bar og var nokkuð lemstraður í andliti á eftir. Hann skutlaði vininum engu að síður í prufuna en vakti ómælda athygli leikstjórans sem kom að máli við hann. Ástæðan var sú að leikstjórann vantaði einstakling í myndina sem hafði yfirbragð óþokka. Þremur vikum síðar mætti Gibson í prufu og landaði sjálfu aðalhlutverkinu eftir að hafa slegið í gegn í prufunni.


Eins og þruma úr heiðskíru lofti

Rosario Dawson var aðeins fimmtán ára gömul þegar tveir menn, Harmony Korine og Larry Clark, gengu upp að henni þar sem hún sat fyrir utan heimili sitt og sögðu að hún myndi ef til vill henta vel í hlutverk bíómyndar sem þeir félagar voru með í bígerð. Dawson, sem hafði aldrei starfað sem leikkona, greip tækifærið og landaði hlutverki unglingsstúlkunnar Ruby í myndinni Kids frá árinu 1995. Kids er ein eftirminnilegasta og umdeildasta mynd síðari ára enda er viðfangsefni hennar eiturlyfjaneysla, kynlíf og ofbeldi meðal ungmenna í New York. Þess má geta að Chloe Sevigny fékk einnig sitt fyrsta tækifæri í myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn