„Hin mannlega Ken-dúkka“ lét dæla tveimur lítrum af eigin fitu í þjóhnappanna

Hann er mjög ánægður með útkomuna

Björn Þorfinnsson skrifar
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 21:30

Lýtalækningafíkillinn Rodrigo Alves, betur þekktur sem hin mannlega Ken-dúkka, hefur birt myndir af endurbættum bakhluta sínum á samfélagsmiðlum. Það væri kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Rodrigo hafði fyrir því að bæta á sig 12 kílóum af fitu til þess að skurðlæknar gætu fjarlægt hana og dælt henni aftur inn í rasskinnar Rodrigo. Meginþorri fitunnar var tekin úr baki, mitti og lærum Rodrigo og var aðgerðin framkvæmd á Marbella á Spáni. Veröldin er víst kominn á þennan stað. Til þess að bæta á sig fitunni innbyrti Rodrigo um þrjúþúsund kaloríur á dag í nokkra mánuði fyrir aðgerðina og var Rodrigo sérstaklega stórtækur í köku- og búðingsáti.

Tryggði líkama sinn fyrir 1 milljón punda

Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem Rodrigo Alves leggst undir hnífinn. Þvert móti höfðu lýtaaðgerðir hans ratað margoft á síður fjölmiðla. Í ágúst á síðast ári tryggði hann líkama sinn fyrir 1 milljón punda og lofaði þá að hafa farið í sína síðustu aðgerð. Það var í kjölfar sýkingar vegna nefaðgerðar sem hafði nánast eyðilagt mótað andlit hans. Það loforð stóð Rodrigo ekki við. Rassastækkunaraðgerðin var sú fertugasta og áttunda sem hann undirgekkst. Alls hefur hann eytt rúmlega 42 milljónum í að umbreyta líkama sínum. Sitt sýnist hverjum um árangurinn.

„Ég fæddist í Brasilíu en hef aldrei haft brasilískan rass“

Rodrigo er afar sáttur við niðurstöðuna og telur sig vera kominn með rassgat drauma sinna. „Ég fæddist í Brasilíu en hef aldrei haft brasilískan rass. Núna hef ég náð því markmiði,“ sagði Rodrigo í viðtali við The Mirror.Hann hefur þegar ráðgert fjölmargar fleiri aðgerðir til þess að betrumbæta líkama sinn en ætlar þó að reyna að forðast hnífinn. „Það eru svo fjölmargir aðrir valkostir en skurðaðgerðir. Ég hef ekki gefist upp á því að stöðva náttúrulega öldrunarferli líkamans,“ sagði Rodrigo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af