fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Samkynhneigðum föður hent fram af brú

Eiginmaður hans telur að hann hafi orðið fórnarlamb hatursglæps

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 8. janúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins voru nokkrar klukkustundir liðnar af nýju ári þegar illa útleikinn líkami hins 25 ára gamla Joth Wilson fannst undir lestarbrú í Gladstone í Queensland-fylki í Ástralíu. Wilson, sem var frá Nýja Sjálandi, var háls-, bak- og rifsbeinsbrotinn auk þess hann var með verulega áverka á höfði. Þá var mæna hans slitinn í tvennt auk þess sem hræðileg brunasár voru um allan líkama hans.

Það þykir í raun með ólíkindum að Wilson sé á lífi en hann liggur nú á gjörgæsludeild Brisbane-spítala. Talið er að hann hafi fallið af brúnni og hrapað átta metra til jarðar. Talið er útilokað að hann muni nokkru sinni ganga á ný.

Nú hefur eiginmaður Wilson, hinn 33 ára gamli Maioha Tokotaua, stigið fram og heldur því fullum fetum að ráðist hafi verið á eigmann sinn og honum hent fram af brúnni. „Það voru menn sem höfðu áreitt okkur um nokkurt skeið eftir að einn þeirra hafði reynt við Joth og hann hafnað honum. Sá er í gagnkynhneigðu hjónabandi og á börn. Þetta snerist að minnsta kosti ekki um skuldir, peninga eða eiturlyf. Ástæða árásarinnar var sú að þeir voru hræddir um að Joth myndi ljóstra upp um raunverulega kynhneigð þeirra,“ segir Tokotaua samtali við The Sun.

Telur að eiginmaður sinn hafi orðið fórnarlamb hatursglæps gegn samkynhneigðum.
Maioha Tokotaua Telur að eiginmaður sinn hafi orðið fórnarlamb hatursglæps gegn samkynhneigðum.

Það var hann sem kom að stórslösuðum eiginmanni sínum. Wilson hafði brugðið sér út í búð rétt fyrir miðnætti til þess að kaupa pakka af sígarettum. Ráðgerðu hjónin að reykja saman síðustu sígaretturnar áður en þeir myndu hætta að reykja á nýju ári. Þeir voru tveir á ferðalagi um Ástralíu en á heimili þeirra í Nýja Sjálandi biðu þrjú fósturbörn þeirra.

Þegar Wilson skilaði sér ekki heim aftur fór Tokotaua að hafa áhyggjur og fór út að leita að honum. Eftir tveggja tíma leit um hverfið fann hann loks eiginmann sinn, hreyfingarlausan í blóði sínu undir brúnni.

Tilgáta lögreglu um brunasárin á líkama Wilson hafi orsakast þegar hann féll á rafmagnsvíra á leið sinni til jarðar. Tokotaua telur hinsvegar að eldfimum vökva hafi verið hellt á andlit og líkama eiginmanns síns og eldur borinn að. „Þetta var hatursglæpur gegn samkynhneigðum,“ segir hann.

Enn sem komið er þá er enginn grunaður um aðild að árásinni. Málið er enn í rannsókn hjá lögregluyfirvöldum í Queensland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli