Dómsdagshvelfingar fyrir þá ofurríku

Fyrirtækið Vivos býður fólki að leigja neðanjarðarbyrgi ef allt fer til fjandans

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Sunnudaginn 8 janúar 2017 21:30

Langt inn í miðju landi Bandaríkjanna, í vesturhluta Suður-Dakóta, stendur þyrping meðalstórra neðanjarðarbyrgja sem láta ekki sérstaklega mikið yfir sér. Áður fyrr gegndu þessi neðanjarðarbyrgi hernaðarlegum tilgangi en í dag er tilgangur þeirra annar og meiri. Þarna munu þeir sem eiga peninga geta leitað ef allt fer til fjandans.

Byrgin eru gerð til að þola kjarnorkusprengjur og ýmsan annan ófögnuð.
Þola ýmislegt Byrgin eru gerð til að þola kjarnorkusprengjur og ýmsan annan ófögnuð.

Dýrt öryggi

Rekstraraðili byrgjanna er fyrirtæki sem heitir Vivos Group og sinnir ört stækkandi markaði þeirra sem vilja tryggja framtíð sína. Ef kjarnorkustyrjöld brýst út, alvarlegir sjúkdómsfaraldrar ógna framtíð mannkyns eða loftsteinn lendir á jörðinni geta þeir sem hafa tryggt sér byrgin leitað í þau.

Vivos keypti umrædd neðanjarðarbyrgi á síðasta ári og verða þau leigð þeim sem vilja tryggja framtíð sína á óvissutímum. Hægt verður að leigja þau til 99 ára og er ársleiga þúsund Bandaríkjadalir, 115 þúsund krónur á núverandi gengi. Fyrirtækið krefst þess að leigjendur greiði 25 þúsund dala tryggingu fyrirfram, eða tæpar þrjár milljónir króna. Þessa dagana er unnið að því að koma byrgjunum í stand og hefur fyrirtækið auglýst þau til leigu. Sú vinna er sögð ganga ágætlega og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að aðstaða fyrir starfsmenn, skrifstofur og fleira verði tilbúin fyrir haustið.

Byrgin eru afhent eins og myndin sýnir en hægt er að fá þau fullbúin. Það kostar þó skildinginn.
Afhendast tóm Byrgin eru afhent eins og myndin sýnir en hægt er að fá þau fullbúin. Það kostar þó skildinginn.

Afþreying í boði

Byrgin eru leigð í núverandi ástandi og án rafmagns, vatns og loftræstibúnaðar svo dæmi séu tekin. Fólki stendur til boða að fá þau fullbúin, til dæmis með húsgögnum og afþreyingu, biljarðborðum og sjónvörpum þar á meðal, en fyrir það þarf að greiða sérstaklega. Þegar öllu er á botninn hvolft munu þessar viðbætur kosta fleiri milljónir króna.

Neðanjarðarbyrgin voru byggð af hernum árið 1942 þegar síðari heimsstyrjöldin stóð sem hæst og voru þau í notkun, ef svo má segja, til ársins 1967. Síðan þá hafa þau staðið tóm. Byrgin, sem eru 575 talsins, eru þannig úr garði gerð að þau geta þolað ýmislegt, til dæmis mjög öflugar sprengingar.

„Hver sem hættan verður þá eru byrgin okkar byggð þannig að þau geta þolað nánast hvað sem er.“

Samfélag þeirra sem eru tilbúnir

Að sögn forsvarsmanna Vivos geta allt að fimm þúsund manns búið í byrgjunum og lofa forsvarsmenn fyrirtækisins hugsanlegum viðskiptavinum því að boðið verði upp á mjög góða öryggisgæslu ef heimsendir nálgast. Þá verði starfsmenn til taks ef á þarf að halda, eins konar húsverðir sem geta sinnt viðhaldi á byrgjunum. Loks verði einnig boðið upp á kennslu fyrir börn viðskiptavina og verslun sem mun selja helstu nauðsynjavörur.

Sem fyrr segir standa framkvæmdir við byrgin nú yfir og áhugasamir þurfa ekki endilega að bíða eftir heimsendi til að flytja inn. Þeim sem tryggja sér byrgin er í sjálfsvald sett hvenær þeir flytja inn, en að sögn forsvarsmanna Vivos gætu fyrstu leigjendurnir flutt inn strax í sumar.

„Hver sem hættan verður þá eru byrgin okkar byggð þannig að þau geta þolað nánast hvað sem er; ofureldgos, sólblossa, flóðbylgjur, faraldra, loftsteinaregn og manngerða ógn, svo sem kjarnorkusprengjur, kjarnorkuslys, eiturefnaslys, hryðjuverk og almennt stjórnleysi,“ segir í umsögn á heimasíðu Vivos. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum athyglisverða stað í nágrenni Svörtuhæða í Suður-Dakóta.

Einhvern veginn svona gæti dæmigert byrgi litið út fullbúið. Aðstaðan er snyrtileg og nútímaleg.
Huggulegt Einhvern veginn svona gæti dæmigert byrgi litið út fullbúið. Aðstaðan er snyrtileg og nútímaleg.
Það ætti að vera hægt að ná góðum nætursvefni þarna.
Svefnherbergið Það ætti að vera hægt að ná góðum nætursvefni þarna.
Óhætt er að segja að neðanjarðarbyrgin séu á rólegum og fallegum stað í Suður-Dakóta.
Fallegt umhverfi Óhætt er að segja að neðanjarðarbyrgin séu á rólegum og fallegum stað í Suður-Dakóta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
í gær
Dómsdagshvelfingar fyrir þá ofurríku

Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

Fréttir
Fyrir 12 mínútum síðan
Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Fókus
Fyrir 28 mínútum síðan
Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
Fyrir 30 mínútum síðan
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Fréttir
Fyrir 59 mínútum síðan
Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af