Nauðir Nicolu

Geðræn vandamál hrjáðu Nicolu – Geðklofi, ranghugmyndir, ofskynjanir en engin hjálp

Kolbeinn Þorsteinsson skrifar
Sunnudaginn 18 desember 2016 22:00

Fullyrða má með nokkrum sanni að Bretinn Nicola Edgington hafi fengið svartapétur nánast í vöggugjöf. Nicola fæddist 1980 og eignaðist síðar tvö systkin, bróður og systur. Að eigin sögn var hún misnotuð af föður sínum á sínum yngri árum, hún stundaði búðarhnupl á unglingsárunum og var alla tíð, frá blautu barnsbeini, ofbeldisfull í garð bróður síns og móður.

Á stundum dvaldi hún á upptökuheimilum og kom nokkuð víða við hvað störf áhrærði. Hún hafði verið hárgreiðslukona, unnið í verslunum bæði við almenn störf og sem afgreiðslustúlka.
Samkvæmt breska blaðinu Daily Mail hafði Nicola einnig á ferilskrá sinni vændi, súludans og eiturlyfjasölu.

Meira af því sama

Sautján ára að aldri missti Nicola fóstur, tvíbura, eftir að kærasti hennar kýldi hana í kviðinn. Nítján ára varð hún barnshafandi á ný, faðirinn var eiturlyfjasali, og fæddist barnið, drengur, þremur mánuðum fyrir tímann.
Til að byrja með aðstoðaði móðir Nicolu, Marion, við uppeldi drengsins en að lokum var honum komið fyrir á fósturheimili.

Nicola giftist jamaískum manni, eignaðist með honum son sem millilenti í félagslega kerfinu áður en faðir hans tók hann með sér til Jamaíku.

Þannig er nú það.

Myrðir móður sína

Víkur nú sögunni til ársins 2005, 4. nóvember nánar til tekið. Þann dag fann Nicola, einhverra hluta vegna, sig knúna til að ráðast á móður sína á heimili hennar í Forest Row í Austur-Sussex. Fyrir árásina hafði Nicola litið við í kirkju umdeilds söfnuðar, Universal Church of the Kingdom of God.

Nicola stakk móður sína, níu sinnum, til dauðs og skal það upplýst án málalenginga að Nicola var dæmd fyrir manndráp, 23. október 2006, enda ekki talin geta borið ábyrgð á gjörðum sínum. Nicola hafði verið greind með geðklofa og talin tilfinningalega óstöðug og var vistuð á geðsjúkrahúsi. Í september, árið 2009, í kjölfar meðferðar og mats, var henni sleppt og flutti hún þá inn í íbúð í Greenwich.

Fljótlega fór að síga á ógæfuhliðina og Nicola lét undir höfuð leggjast að taka lyfin sín og geðheilsu hennar hrakaði.

Hún trúði að skrímsli með 100 augu gætti hásætis Guðs gagnvart öllum óvinum.

Lítið bróðurþel

Segir ekki meira af Nicolu um nokkurt skeið. En í september 2011 sendi hún bróður sínum skilaboð á Facebook. Segir hún að hún fái ekki þá hjálp sem hún þarfnist, hún sakni móður sinnar og hafi misst fóstur. Nicole gaf upp símanúmer sitt og bað hann lengstra orða að segja föður þeirra, Harry, ekki að hún hafi haft samband.

Bróðir Nicolu svaraði henni og ljóst er að hlýhugur í hennar garð var af skornum skammti. Sagði hann við hana að hún hefði myrt móður þeirra og hann fundið líkið, fósturlátið væri góð tíðindi og hún ætti að fyrirfara sér með því að skera sig á púls.

Enn og aftur leitaði Nicola á náðir Universal Church of the Kingdom of God.

Leitaði hjálpar

Dagana 6., 7. og 9. október, 2011, hafði Nicola ítrekað samband við lögregluna, hvort tveggja í síma og eigin persónu. Sagði hún meðal annars að henni hefði verið hótað lífláti og að tveir kókaínfíklar hefðu sest að í íbúð hennar og tekið þar ýmislegt ófrjálsri hendi.

En þrátt fyrir allt og allt hafði lögreglan ekki fyrir því að senda menn á staðinn og kanna þetta frekar.

Þann 10. október leitaði Nicola til lögreglunnar og sjúkrastofnana. Í fleirgang fór hún þess á leit að hún kæmist undir manna hendur því hún fyndi að geðveikiskast væri yfirvofandi. Enn fremur sagði hún að hún hefði áður orðið manns bani og líkurnar á að það endurtæki sig ykjust samhliða vaxandi ótta hennar.

Nicola keypti hníf í verslun Asda og beitti gegn Kerry Clark.
Nicole, lengst til hægri, í Asda Nicola keypti hníf í verslun Asda og beitti gegn Kerry Clark.

Handvömm og harmleikur

Um morguninn var farið með Nicolu á Queen Elizabeth-sjúkrahúsið en lögreglan lét sig hverfa áður en formlega var búið að innrita hana. Starfsfólkið tók þá ákvörðun að leggja Nicolu inn sem sjálfviljug væri þrátt fyrir allt sem ritað var í sjúkraskýrslu hennar.

Síðar þennan morgun yfirgaf Nicola sjúkrahúsið. Hún kom við í verslun Asda, keypti hníf og réðst til atlögu við Kerry Clark, 22 ára. Hún lifði árásina af og tókst að afvopna Nicolu. Hún lét þó ekki þar við sitja heldur stal hníf úr kjötverslun og stakk Sally Hodkin, 58 ára, til bana. Skömmu síðar var Nicola handtekin.

Ekki nógu veik

Að sögn geðlækna þjáðist Nicola af ranghugmyndum og ofskynjunum af trúarlegum toga. Hún trúði að skrímsli með 100 augu gætti hásætis Guðs gagnvart öllum óvinum. Hún sá verslanir eins og leifar eftir kjarnorkuárás. Jesús hafði komið aftur til að bjarga sálum allra nema hennar – og það skildi hún ekki því hún elskaði Guð. Enn fremur fannst Nicolu sem hún væri í tölvuhermi og trúði ýmsu undarlegu varðandi fræga karaktera og kvikmyndir.

Dómaranum, Brian Barker, fannst Nicola greinilega ekki nógu veik því þann 4. mars, 2013, fékk hún lífstíðardóm með möguleika á reynslulausn eftir 37 ára afplánun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
í gær
Nauðir Nicolu

Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

Fréttir
Fyrir 17 mínútum síðan
Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Fókus
Fyrir 33 mínútum síðan
Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
Fyrir 36 mínútum síðan
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af