fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Einn alræmdasti morðingi Bretlands er dauðvona

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. desember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretinn Ian Brady, sem sakfelldur var ásamt kærustu sinni, Myru Hindley, fyrir morð á fimm ungmennum árin 1963 til 1965 er dauðvona. Brady er sá núlifandi fangi sem lengst hefur verið í fangelsi í Bretlandi. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn árið 1966, eða fyrir 50 árum.

Brady, sem í dag er 78 ára, greindi frá þessu í bréfi sem hann sendi til Julians Druker, blaðamanns Channel 5 í Bretlandi. Í bréfinu sagðist hann hafa glímt við veikindi í lungum undanfarin tvö ár og nú væri stutt þar til hann þyrfti að játa sig sigraðan í þeirri baráttu.

Brady var sem fyrr segir dæmdur fyrir morð á fimm ungmennum á árunum 1963 til 1965. Saman voru þau dæmd fyrir morðin á Pauline Reade, 16 ára, John Kilbride, 12 ára, Keith Bennett, 12 ára, Lesley Ann Downey, 10 ára og Edward Evans, 17 ára. Mira Hindley lést árið 2002, 60 ára gömul.

Morðin voru nefnd Moors-morðin í ljósi þess að þrjú lík fundust grafin á heiði í Saddleworth Moor. Fyrst voru þau dæmd fyrir þrjú morð en árið 1987 voru þau dæmd fyrir tvö morð til viðbótar. Jarðneskar leifar fjögurra af fimm fórnarlömbum þeirra hafa fundist en líkamsleifar Keith Bennett hafa aldrei fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433
Fyrir 13 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum
433
Fyrir 14 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð