Logi í eldhúsinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. september 2018 10:00

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gerði sitt besta til að halda athygli landans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi síðastliðið miðvikudagskvöld.

Líkt og vera ber skaut hann föstum skotum á ríkisstjórnina.

Fyrir þá sem voru ekki búnir að skipta um stöð vakti það athygli að Logi talaði óvenju mikið um mat í ræðu sinni. Sagði hann í einni myndlíkingu að roastbeef, graflax, lamb, rauðkál, rækjuhlaup með brúnni sósu, saman á diski, væri ekki í áhugavert í sjálfu sér.

Líkti hann svo ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks við rétt þar sem hrogn og súkkulaði sé uppistaðan.

Vildi Logi án efa meina að þessi tvö hráefni ættu ekki vel saman. Staðreyndin er reyndar sú að það hefur lengi tíðkast að blanda saman kavíar og súkkulaði og hefur það meira að segja verið vísindalega rannsakað hvers vegna þessi hráefnin passa svona vel saman.

Spurning hvort Logi þurfi að eyða meiri tíma í eldhúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Veiparar Íslands
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Klóakið í fjölbýlishúsinu bjó yfir skelfilegu leyndarmáli – Upp komst um hræðilegt mál

Klóakið í fjölbýlishúsinu bjó yfir skelfilegu leyndarmáli – Upp komst um hræðilegt mál
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Þreyttur á að borða mannakjöt – Mikill skellur fyrir ímynd bæjarins

Þreyttur á að borða mannakjöt – Mikill skellur fyrir ímynd bæjarins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Hörður, enough is enough“ – Fékk aldrei tækifæri eftir liðspartý í Bermúda

,,Hörður, enough is enough“ – Fékk aldrei tækifæri eftir liðspartý í Bermúda
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

11. september á Keflavíkurflugvelli

11. september á Keflavíkurflugvelli
Lífsstíll
Fyrir 16 klukkutímum

Klifurhúsið: Það er engin leið að hætta að klifra

Klifurhúsið: Það er engin leið að hætta að klifra
Matur
Fyrir 16 klukkutímum

Hægeldað svínakjöt með kjúklingabaunum

Hægeldað svínakjöt með kjúklingabaunum