fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Eitt stórt samsæri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. maí 2018 11:14

Björg Kristín Sigþórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við allar skoðanakannanir þá er Höfuðborgarlistinn ekki að mælast með neitt fylgi í Reykjavík og lítið bendir til þess að flokkurinn nái inn manni. Það á reyndar ekki við allar skoðanakannanir því að skoðanakönnun Höfuðborgarlistans sjálfs bendir til að hann sé með fylgi á par við Pírata og Vinstri græn. Eða hvað?

Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti Höfuðborgarlistans, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að hún tæki lítið mark á skoðanakönnunum Gallup, Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Gaf hún í skyn að hinn svokallaði fjórflokkur væri búinn að kaupa niðurstöðurnar og útiloka þannig Höfuðborgarlistann:

„Þetta eru að mínu mati skoðanamyndandi kannanir, það er bara mín skoðun. Þess vegna erum við að gera okkar eigin kannanir, við sjáum það að Fréttablaðið… það eru fjórflokkarnir sem eru að dæla peningum í þessa fjölmiðla og ég… við… látum gera okkar skoðanakannanir því að við erum ekki með þar. Þetta er marktæk könnun,“ sagði Björg Kristín og vísaði til könnunar sem MMR gerði fyrir Höfuðborgarlistann. Það eru vægast sagt stór orð að væna stjórnmálaflokka, könnunarfyrirtæki og fjölmiðla um eitt stórt samsæri í garð Höfuðborgarlistans.

Þegar fyrri könnun MMR fyrir Höfuðborgarlistann er skoðuð kemur í ljós að 5,6% sögðust geta hugsað sér að kjósa Höfuðborgarlistann og í seinni könnuninni voru það heil 12,8% sem gátu hugsað sér að kjósa Höfuðborgarlistann.

Það er spurning hvort liðsmenn Höfuðborgarlistans átti sig á að það er smá munur á því að geta hugsað sér að kjósa eitthvað og að ætla að kjósa eitthvað. Það eru örugglega einhverjir sem ætla að kjósa Pírata sem geta hugsað sér að kjósa Samfylkinguna og einhverjir sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem gætu hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Það eina sem könnun Höfuðborgarlistans sýnir fram á er að 87,2% Reykvíkinga geta ekki hugsað sér að kjósa Höfuðborgarlistann.

Miðað við þær kannanir sem byggja á því að kjósendur eru spurðir hvað þeir ætla að kjósa þá fara líkurnar á brú yfir á Álftanes, sem er Garðabær á að borga, dvínandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Hartman í Val
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð