fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Þegar Benedikt fór að skellihlæja

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. maí 2018 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmæður vilja ekki semja um þá 4,21% kjarahækkun sem samninganefnd ríkisins býður upp á. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að þær væru að biðja um 20 prósenta hækkun, því hafna ljósmæður og segja augljóst að ríkið hafi aldrei ætlað að bjóða þeim annað en 4,21% hækkun.

Það væri líklegast auðveldara að semja bara við ráðherrann einan en að þurfa að stara á samninganefndina hans. Ráðherrar sjá sjálfir um að semja við einstaka hópa, eins og til dæmis kjararáðið sjálft. Hópur sem mikið mæðir á. Í tilefni af þrjósku núverandi ráðherra er áhugavert að minnast bréfsins sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, fékk snemma hausts 2017. Þar bað kjararáð um 7,3% launahækkun afturvirkt.

„Þessi ósk um aft­ur­virka hækkun kjara­ráðs barst í ráðu­neytið meðan ég var ráð­herra. Ég man vel við­brögð mín þegar ég var spurður álits á efni bréfs­ins. Ég fór að skelli­hlæja og hristi höf­uð­ið,“ sagði Benedikt á Facebook.

Haldnar voru kosningar, Benedikt hvarf, Katrín varð forsætisráðherra og Bjarni fór aftur í fjármálaráðuneytið. Sex dögum síðar fékk kjararáð 7,2% launahækkun og það afturvirkt nokkra mánuði aftur í tímann. Er ekki ráð að bjóða það á línuna frekar en 4,21%?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Hartman í Val
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð