fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Kjósum til að þurfa ekki að kjósa aftur

Svarthöfði
Laugardaginn 28. apríl 2018 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði klórar sér reglulega í hjálminum þegar hann hugsar hvað skuli kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor, ef hann ætlar að kjósa því eins og flestum er honum nánast alveg sama hvaða gerpi fær sæti í stjórn Strætó eða Faxaflóahafna. Það verður hvort eð er aldrei neinn sem hefur tekið strætó eða migið í saltan sjó. Hvað þá að Svarthöfði nenni að ákveða hvort hann vilji borgarlínu eða mislæg gatnamót. Svarthöfði er Íslendingur, hann veit að þetta reddast.

Þrátt fyrir að framboðin séu álíka mörg og íbúafjöldinn í Vestur-Barðastrandarsýslu, þá er enginn flokkur sem nær að heilla. Eini flokkurinn sem komst næst því var fyrirhugað framboð Margrétar Friðriksdóttur sem átti að fylgja skoðanakönnunum í einu og öllu. Flokkur sem myndi bara gera það sem fólkið vill. Það er flokkur sem á alvöru erindi, bæði á þing og í sveitarstjórnir. Ágreiningur? Ekkert mál, ein skoðanakönnun og málið er dautt.

Ef flokkurinn, sem Svarthöfði kýs að kalla Íslandsfylkingarflokkinn, næði hreinum meirihluta þá væru öll vandamál Íslendinga úr sögunni. Við þyrftum aldrei að sitja uppi með dómsmálaráðherra sem meirihlutinn vill að fari. Þá yrðu engar áfengisauglýsingar, engin einkarekin heilbrigðisþjónusta, en samt héldum við einkarekinni heilbrigðisþjónustu sem almenningur vill að sé í boði, enginn Steingrímur og þingmenn þyrftu að ganga í vinnuna, sporslulausir og dagpeningasnauðir.

Landhelgisgæslan myndi taka yfir flest ef ekki öll hlutverk í samfélaginu því það er stofnunin sem flestir treysta. Ísland yrði áfram með stjórnarskrárvarða þjóðkirkju, en það batterí myndi boða trú á guð en ekki of mikla trú því meirihlutinn trúir ekki að guð hafi skapað heiminn. Börn myndu komast mánaðargömul inn á leikskóla þar sem leiðbeinendurnir væru með milljón á mánuði, án þess að það yrðu hækkaðir skattar. Og allir og amma þeirra myndu heyra undir kjararáð, sem yrði samt lagt niður.

Þvílík paradís, þá værum við líka laus við að þurfa að kjósa á hverju einasta ári, þyrftum ekki einu sinni að kjósa aftur. Höfnum stefnumarkaða draslinu, kjósum Íslandsfylkingarflokkinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“