fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Hvenær stígur fyrsti jólasveinninn fram sem transkona?

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 22. desember 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danaveldi hefur undanfarna daga logað út af hneykslismáli sem við kemur gömlu lagi sem er þjóðinni kært. Hneykslið umrædda hófst þegar að nemendur CBS-viðskipta háskólans í Kaupmannahöfn sungu lagið „Den danske sang er en ung blond pige“ í tilefni af stórum fundi í skólanum. Bein þýðing á heiti lagsins væri „Danska lagið er ung ljóshærð stúlka“. Lagið var samið árið 1924 og hefur síðan lifað með dönsku þjóðinni.

Ein af þeim sem hlustuðu á lagið var kvenkyns starfsmaður sem var af erlendu bergi brotinn og dökkur á hörund. Í stuttu máli móðgaðist hún vegna flutnings og þá aðallega heitis lagsins, kvartaði til stjórnenda skólans og niðurstaðan varð sú að hér eftir verður lagið, að öllum líkindum, ekki sungið við opinberar athafnir innan veggja skólans aftur. Danir brjáluðust vegna málsins og mat flestra er að pólitískur rétttrúnaður sé of langt genginn.

Guðmundur Brynjólfsson djákni er í skemmtilegu viðtal í helgarblaði DV. Í lok viðtalsins tæpir hann einmitt á þessari meintu aðför að málfrelsinu og spyr: „Hver gaf fólki úti í bæ heimild til að taka orð úr umferð?“ Að auki veltir hann því fyrir sér hvort ekki verði gefinn út bæklingur um hvernig eigi að fara með gamanmál á þessu jarðsprengjusvæði sem opinber umræða er orðin.

Það er mikið til í þessu og ástæða er til þess að staldra við. Rétturinn til þess að móðgast virðist vera orðinn nánast heilagur og þar eru fjölmiðlar ekki saklausir. Það að einhver hafi móðgast yfir einhverju eru fljótunnar fréttir sem yfirleitt vekja talsverða athygli. Þær passa því ágætlega inn í efnisframleiðslubrjálæðið sem einkennir íslenska fjölmiðla.

Á liðnum árum hefur verið skorin upp herör gegn jólalögum með slæmum boðskap. Yfirleitt er um að ræða lög þar sem kynjahlutverkin eru afar gamaldags, til dæmis hvernig litlar stúlkur vagga brúðum en litlir drengir sparka í bolta í laginu „Nú skal segja“. Veruleikinn er auðvitað ekki þessi í dag. Í stað þess að sleppa laginu, eins og mér skilst að margir skólar geri, þá treysti ég íslenskum börnum fyllilega til þess að átta sig á að sum lög og textar eru börn síns tíma og ber að skoða í því ljósi. Það er óþarfi að gera ráð fyrir því að börn taki einhverja innrætingu af gömlum lögum eða textum sem sungnir eru einu sinni á ári.

Ef framheldur sem horfir þá er stutt í að það verði samfélagsleg krafa að fyrsti jólasveinninn stígi fram sem transkona. Líklega væri það táknrænast að Bjúgnakræki yrði fórnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans
Fréttir
Í gær

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekki martækur munur á Katrínu og Baldri í nýrri könnun

Ekki martækur munur á Katrínu og Baldri í nýrri könnun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær bætur eftir handtöku og lögreglurannsókn – Lenti í vandræðum eftir að hafa keypt evrur fyrir vin

Fær bætur eftir handtöku og lögreglurannsókn – Lenti í vandræðum eftir að hafa keypt evrur fyrir vin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið