fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Sindra Hött skulu þeir aldrei finna!

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er dálítið veikur fyrir litla manninum sem berst við yfirvaldið, hvort sem það er Hrói Höttur, Logi Geimgengill, Luton Town eða Sindri Þór Stefánsson strokufangi. Hefur Svarthöfði staðið sjálfan sig að því að söngla lagið úr The Great Escape við að lesa fregnir af flótta Sindra Þórs, manns sem hefur þá einu ósk að vera ekki í fangelsi.

Sindri Þór er Hrói Höttur okkar tíma, hann á að hafa stolið græjum sem höfðu þann eina tilgang að búa til peninga fyrir þá sem eiga nóg fyrir, plús nokkur innbrot en það er ekkert sem rík tryggingafélög hljóta að geta tekið á sig. Saga Sindra Hattar er um margt ótrúleg, hann var hnepptur í gæsluvarðhald en lék á fógetann sem setti hann ekki í nógu rammgerða dýflissu. Reyndar var um opna nýtískudýflissu að ræða, en hvað um það.

Á meðan fangavörður fógetans var að spila kapal og hafa áhyggjur af öðrum strokufanga, náði Sindri Höttur með hjálp Litla Jóns að komast um borð í freigátu Katrínar Íslandsdrottningar á leið til Svíalands. Í Svíalandi er gott að vera, dalahestar, Emil í Kattholti og múslimar. Þar er örugglega huggulegur Skírisskógur þar sem Sindri Höttur getur byggt sér kofa uppi í tré.

Sindri Höttur er ekki hættulegur, eina ástæða þess að fógetinn vill ná honum er ævintýralegt rán á 600 tölvum. Rán sem er meira í ætt við Ocean‘s Eleven-myndirnar en nokkurn tímann íslenskt smákrimmavesen. Tóki munkur var að vinna hjá Öryggismiðstöðinni og þurfti bara að hleypa honum inn í peningaverksmiðjuna. Tölvunar hafa aldrei fundist en Sindra Hetti tókst að leika á menn fógeta með dularfullum hnitum hinum megin á landinu, eins konar fjársjóðskort. Sér Svarthöfði það kristaltært fyrir sér að á meðan yfirvöld eru að grafa eftir fjársjóðnum sé Sindri Höttur mættur í Skírisskóg í Svíalandi með framlengingarsnúru, tilbúinn að búa til peninga fyrir fátæka fólkið. Svarthöfði vonar innilega að sagan endi vel og menn fógeta finni hann aldrei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk
433
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“