fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Leiðari

Verndum börnin og lokum þá inni

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 17:00

Vernd Safn Einars Jónssonar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt vekur jafn mikla reiði og þegar brotið er kynferðislega á barni. Það er eitthvað í frumeðli manneskjunnar, að vernda börnin. Það hefur verið okkar hlutverk og okkar ábyrgð síðan á steinöld og sennilega fyrr. Samt gerist þetta aftur og aftur. Upp kemst um mál. Barnaníðingur hlýtur dóm. Afplánar hann. Fer aftur út í samfélagið. Brýtur á öðru barni.

Og þetta eru aðeins þau mál sem upp um kemst. Sum, ef ekki flest, komast aldrei upp á yfirborðið. Sönnunarbyrðin er erfið. Skömmin liggur þungt á þolandanum. Fólk efast um trúverðugleikann. Ekki má splundra fjölskyldunni. Brotin eru fyrnd.

Í hvert sinn sem frétt birtist af dómi barnaníðings reiðist fólk. Því finnst dómurinn ekki nægilega þungur fyrir slíkt sálarmorð. Morðingjar fá mun þyngri dóma og sumir eiturlyfjasalar líka. Ástæða reiðinnar er ekki síst fólgin í því að við vitum að viðkomandi verður kominn á götuna aftur eftir að afplánun lýkur, og hann mun brjóta af sér aftur. Það er þess vegna sem borgararnir taka sig saman á samfélagsmiðlum og víðar og vakta þá. Hvar eru þeir núna? Búa þeir í grennd við börn?

Í grein DV í vikunni um þekkta barnaníðinga er vísað í grein Kára Stefánssonar frá árinu 2017. Hann sagði: „Rannsóknir sýna líka að þeir sem þjást af fíkn í börn læknast ekki, aldrei. Börnum stafar því alltaf hætta af þeim sem hafa leitað á börn.“ Þetta kemur ekki frá Jóa Jóns úti í bæ, heldur læknismenntuðum og virtum fræðimanni. Brotasaga þeirra manna sem um er rætt í greininni segir sína sögu. Það er ekki hægt að lækna þetta og tímabundin afplánun í fangelsi eða á geðsjúkrahúsi gerir ekkert nema að fresta vandamálinu og setja aðra í hættu.

Hvað er þá hægt að gera? Efnavönun virðist engu skila því barnaníðingar hafa haldið áfram eftir að hafa undirgengist slíka aðgerð. Lítill vilji er til þess að taka aftur upp dauðarefsingar í landinu, hvorki við barnaníði, morðum né öðrum glæpum. Á réttargeðdeildum er unnið að því að lækna ósakhæfa einstaklinga til að koma þeim aftur út í samfélagið.

Okkur skortir úrræði til að takast á við þetta vandamál sem er stórt, brýnt og aðkallandi. Taka þarf á þessum málum með lagabreytingum og nýju húsnæði. Sérstakri öryggisstofnun sem tæki við þessum brotamönnum og þaðan kæmu þeir ekki út, aldrei. Eins og Kári sagði svo réttilega:

„Það verður því að hafa í huga að þegar níðingunum er sleppt úr haldi er verið að taka áhættu á kostnað barna og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að sú hætta verði ekki að lífstíðarlemstrun á saklausri barnssál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 11 klukkutímum

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“