fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Íslenska drauga og forynjur á hrekkjavöku!

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 30. september 2018 17:30

Í gegnum tíðina hefur október alltaf verið ömurlegur mánuður. Eini ljósi punkturinn er sá að ég á afmæli í október en að öðru leyti er brauðstritið í hámarki og frekar langt í aðventuna. Það var þó áður en dásamlegur en ævaforn keltneskur siður hóf innreið sína inn í íslenskt samfélag, hrekkjavakan. Skyndilega er 31. október orðinn einn skemmtilegasti dagur ársins, að minnsta kosti á mínu heimili.

Því miður hafa margir horn í síðu hrekkjavökunnar. Ein ástæðan er sú að vissulega höfum við einhvers konar hrekkjavökuígildi í öskudeginum okkar en því miður erum við búin að klúðra þeim degi gjörsamlega með því að afnema öskupokamenninguna. Það þarf að draga einhvern til ábyrgðar fyrir það!

Veigameiri ástæða er líklega sú að Bandaríkjamenn hafa tekið þessari hátíð fagnandi og gert hana heimsfræga. Margir eru á þeirri skoðun fátt gott komi úr vestri. Þegar kemur að hátíðarhöldum þá ganga Bandaríkjamenn oftar en ekki alla leið og því hafa útskorin grasker, köngulær og afturgöngur orðið táknmyndir hátíðarinnar sem og sá siður að ganga á milli húsa og krefja íbúa um sælgæti ellegar verða fórnarlömb útsmoginna hrekkja. Þessum sið hafa verið gerð rækileg skil í hinum ýmsu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þetta er bandarísk lágmenning eins og hún er best og áhrifin eru greinileg á hvernig Íslendingar fagna hátíðinni.

Að mínu mati erum við þó að missa af frábæru tækifæri til þess að rifja upp íslenskar þjóðsögur og fræða börnin okkar á skemmtilegan hátt. Það er nefnilega þannig að það eru til ógrynnin öll af íslenskum sögum um drauga og forynjur. Fyrr á árum voru þessir draugar á hvers manns vörum en núna er líklegra að börn og unglingar þekki allar ofurhetjur Marvel-heimsins með nafni frekar en hrollvekjandi sögu djáknans á Myrká, hrikaleg örlög Miklubæjar-Sólveigar og angist Runkhúsa-Gunnu.

Ég held því að hægt sé að ná þjóðarsátt um að blása í herlúðra varðandi markaðsetningu á íslenskum hryllingi á hrekkjavökunni. Íslenskir frumkvöðlar þurfa bara að vaða í verkið og jafnvel gæti hið opinbera styrkt verkefnið að einhverju leyti. Peningum hefur að minnsta kosti verið dælt í margt vitlausara til þess að freista þess að vernda íslenska menningu og tungu.

Þegar hrekkjavökunni var fagnað í fyrra gekk ég með krökkunum mínum upp að húsi einu í Garðabæ þar sem einhvers konar vélknúin fuglahræða með graskershöfuð gargaði á okkur: „Grikk eða gott“ á enskri tungu. Krökkunum fannst þetta mjög skemmtilegt en sjálfur hefði ég svo gjarnan viljað sjá dökklædda veru segja með með drungalegri röddu: „Máninn líður, dauðinn ríður; sérðu ekki hvítan blett í hnakka mínum, Garún, Garún?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vestfirskur fjölskyldumaður er 130 milljónum ríkari

Vestfirskur fjölskyldumaður er 130 milljónum ríkari
Fréttir
Í gær

Þjófur staðinn að verki – Brotist inn á heimili og í bifreiðar

Þjófur staðinn að verki – Brotist inn á heimili og í bifreiðar
Fréttir
Í gær

Segir niðurstöðu héraðsdóms skelfilega – „Ég fylltist viðbjóði og upplifi mig svo óhreina að ég gæti klórað mig til blóðs“

Segir niðurstöðu héraðsdóms skelfilega – „Ég fylltist viðbjóði og upplifi mig svo óhreina að ég gæti klórað mig til blóðs“
Fréttir
Í gær

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“
Fréttir
Í gær

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun
Fréttir
Í gær

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“
Fréttir
Í gær

Bára Huld er konan sem Ágúst Ólafur áreitti: „Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig“

Bára Huld er konan sem Ágúst Ólafur áreitti: „Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig“