fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Er braggamálið frávik ?

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Það þarf að bjarga þessum konum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 14. september 2018 12:19

DV fjallar í dag um vændi í Reykjavík. Í höfuðborginni er að finna tugi vændiskvenna af ýmsum þjóðernum. Blaðamaður DV pantaði þjónustu hjá yfir 20 konum á einni kvöldstund þar sem verð fyrir hálftíma var 25 þúsund en 35 þúsund fyrir klukkutíma. Konurnar voru með aðsetur víðs vegar miðsvæðis í höfuðborginni og gistu margar í leiguíbúðum í gegnum hið fræga Airbnb.

Blaðamenn DV fylgdust með íslenskum karlmönnum kaupa sér þjónustu þessara kvenna og könnuðu hvort mögulegt væri að kaupa vændi á kampavínsklúbbum. Það reyndist afar auðvelt. Þá leiddi rannsókn DV einnig í ljós að ætla megi að á Íslandi sé að finna fólk sem hafi tekjur af vændisstarfsemi með milligöngu um slíkt.

Menn hafa misjafna skoðun á því hvernig skilgreina eigi vændi. Sumir kaupendur líta á vændi einfaldlega sem hvert annað starf sem unnið er af konu af fúsum og frjálsum vilja. Aðrir telja vændi vera kynferðisofbeldi og að karlmenn séu að nýta sér neyð kvenna. Hér á landi hefur verið reynt að sporna við vændi með því að setja lög en lögregla skiptir sér lítið af þessum málaflokki. Íslendingar fetuðu í fótspor Svía árið 2009 og settu lög sem gera refsivert að kaupa þjónustu vændiskvenna. Var það nokkuð umdeilt þegar lögin voru sett en vonast var til að það myndi draga úr vændi og vændiskaupum. Þróunin hefur hins vegar verið önnur. Vændi grasserar í Reykjavík og á öðrum stöðum í heiminum og allt er hægt að kaupa fyrir peninga. Á síðustu áratugum hefur vændi sem og mansal á konum aukist og er vöxtur þess markaðar hvað mestur, næst á eftir eiturlyfja- og vopnamarkaðnum.

Margir karlar lifa í þeirri blekkingu að hægt sé að greina á milli þess hvaða konur eru seldar mansali og hvaða konur eru í vændi af „fúsum og frjálsum vilja“. Í umfjöllun Kvennaathvarfsins um mansal og vændi, þar sem bent er á ábyrgð þeirra sem kaupa konur, segir:

„Kona sem ber harminn utan á sér er ekki góð söluvara og oft liggur líf og heilsa þeirra við að afla sem mestra tekna. Að sjálfu leiðir að kúnninn fær þá ímynd sem hann sjálfur kýs og getur sannfært sig um að hann eigi í viðskiptasambandi á jafnréttisgrundvelli.“

Fyrir mörgum árum tók leiðarahöfundur viðtal við nokkrar erlendar vændiskonur. Það var engan veginn hægt að sjá utan á konunum hvort þær stunduðu vændi af fúsum og frjálsum vilja. Reyndar tel ég að hjá öllum sem selja líkama sinn hafi eitthvað átt sér stað sem hafi hrakið viðkomandi út í þennan dimma og drungalega heim. Hvort sem það er ofbeldi í æsku, slys, fátækt, kynferðisofbeldi eða hreinlega mannrán. Já, ég segi rán á manneskju því ég ræddi við konu sem hafði farið út úr húsi sínu í Austur-Evrópu en rankað við sér á Spáni, læst inni í húsi þar sem henni var gefið dóp, nauðgað ítrekað og svo seldur aðgangur að henni. Það var engin leið að sjá það á henni. Hún trúði mér fyrir þessu þegar við hittumst daginn eftir á kaffihúsi til að ræða frekar um vændisheiminn. Hún bar það ekki utan á sér að hún seldi aðgang að líkama sínum þar sem við sátum á móti hvort öðru. Hún hefði getað verið systir þín, vinkona eða frænka þín.

Það eru meira en tíu ár síðan ég tók þetta viðtal. Þá taldi ég að leiðin til að draga úr því að konur væru misnotaðar í þessum heimi væri að lögleiða vændi, að ríkið ræki vændishús með öryggisverði frá Securitas og peningarnir væru notaðir hjálpa konum út úr þessum heimi eða fræða þær til að forða þeim frá því að verða þar þolendur. Þetta er líklega leið sem aldrei verður að veruleika og ég efast nú um að hún sé rétta leiðin þótt aðrir hafi trú á henni. Ég er ekki með hina fullkomnu lausn en ég veit að það þarf að bregðast við og sú löggjöf sem var sett fyrir næstum tíu árum er ekki að virka.

Niðurstaðan er nefnilega sláandi. Vændi grasserar í Reykjavík, í leiguíbúðum, gistiheimilum og kampavínsklúbbum sem aldrei fyrr þar sem allt er í boði. Það er hægt að borga fyrir kynlíf, endaþarmsmök, munnmök, láta berja sig og jafnvel borga fyrir það að fá að berja konur. Og það gera bæði erlendir og íslenskir karlmenn. Það þarf að bjarga þessum konum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enginn trúir lengur á álfasögur

Enginn trúir lengur á álfasögur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga