fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Leiðari

Af hverju komast menn upp með þetta?

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 1. apríl 2018 11:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fer ekki ein að ganga úti á kvöldin,“ segir Svanhildur Sigurgeirsdóttir í viðtali við DV. Svanhildur stígur fram og segir frá þeirri óþægilegu lífsreynslu að hafa fyrrverandi maka á hælum sér, nánast andandi ofan í hálsmálið. Hún þorir ekki að fara ein út á kvöldin, er alltaf vör um sig og líður eins og hún sé í fangelsi.

Íslenskir eltihrellar hafa verið nokkuð til umræðu í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt eru það konur sem eru fórnarlömb eltihrella, sem oftar en ekki eru fyrrverandi makar. Eltihrellirinn fylgist með manneskjunni, eltir hana eða hefur samband við hana í tíma og ótíma – hvenær sem er sólarhrings. Þetta er ein tegund ofbeldis og í raun má færa rök fyrir því að um mjög alvarlegt ofbeldi sé að ræða. Fórnarlambið veit aldrei hverju það á von á, upplifir óöryggi og kvíða og það svo vikum, jafnvel árum, skiptir. Þar með er tilganginum náð hjá eltihrellinum sem leggur sig fram um að gera líf viðkomandi allt að því óbærilegt.

Í umfjöllun DV er rætt við Margréti Valdimarsdóttur, sem er nú doktorsnámi í afbrotafræði í New York. Margrét segir að gerendur þurfi að gera sér grein fyrir því að um er að ræða tegund af ofbeldi sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir brotaþola. Hún hvetur þá sem hafa tilhneigingu til að beita ofbeldi, í hvaða mynd sem er, til að leita sér aðstoðar.

Líklega er ekki til sá einstaklingur sem telur það eftirsóknarvert að feta braut ofbeldis og glæpa. Gerendur í ofbeldismálum, eltihrellar þar á meðal, þurfa ekki endilega að vera illa innrættir einstaklingar – þeir eru veikir og þurfa á hjálp að halda. Svo einfalt er það. Það sem þeir þurfa að gera er að viðurkenna vandann og leita sér aðstoðar. Margrét bendir á að hugræn atferlismeðferð hjá sálfræðingi hafi gefið góða raun og þá til að draga úr eða koma í veg fyrir áframhaldandi ofbeldishegðun.

Réttarkerfið þarf að taka tillit til þeirra sem vilja leita sér aðstoðar en að sama skapi taka harðar á þeim sem brjóta ítrekað af sér. Svanhildur er ekki fyrsta konan sem sakar fyrrverandi maka sinn, Magna Línberg, um ofsóknir. Samt getur hann nálgast Svanhildi úti í búð, flutt í sömu götu og hún og setið í bíl sínum fyrir utan heimili hennar. Hann getur eiginlega gert það sem honum sýnist þegar honum sýnist. Það er alveg ljóst að það er víða pottur brotinn í íslensku réttarkerfi hvað þetta varðar; hvernig stendur á því að menn, oftar en ekki sömu mennirnir, komast upp með að leggja líf annars fólks í rúst með þessum hætti?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað