fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Leiðari

Fangi í Fossvogi

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 18:50

Tryggvi Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í helgarblaði vikunnar er umfjöllun um málefni Tryggva Ingólfssonar. Tryggvi lenti í alvarlegu slysi fyrir rúmum tólf árum og er lamaður fyrir neðan háls. Hann þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Í ellefu ár fékk Tryggvi góða umönnun hjá dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Skammt frá býr eiginkona Tryggva og börnin hans fimm. Fyrir átta mánuðum þurfti Tryggvi að fara í nauðsynlega aðgerð á Landspítalanum og endurhæfingu í kjölfarið. Á meðan hann dvaldi í höfuðborginni nýtti hluti starfsmanna Kirkjuhvols tækifærið og skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis að ef Tryggvi myndi snúa aftur þá myndu þeir ganga út.

Þessi viðbrögð starfsfólks komu Tryggva og ástvinum hans í opna skjöldu. Þau hafa fengið mismunandi skýringar á athæfinu. Í fyrstu var sagt að hann væri erfiður í samskiptum og síðan hefur því verið haldið fram að öryggi hans væri ekki tryggt á Kirkjuhvoli, stað sem hefur verið heimili hans í áratug. Vandséð er hvernig maður, sem getur aðeins hreyft höfuð sitt, geti verið svo erfiður í samskiptum að hann sé sviptur lögbundinni læknisþjónustu sinni.

Dvöl Tryggva á lungnadeild Landspítalans kostar skattgreiðendur ærinn skilding. Samkvæmt heimildum DV kostar hver dagur 350 þúsund krónur. Allur þessi tilkostnaður er eingöngu vegna þess að sveitarstjórn hefur, allt í einu, ákveðið að ekki sé unnt að tryggja öryggi Tryggva, þrátt fyrir að hafa gert svo í meira en 11 ár. Í tólf ár hefur Tryggvi verið fangi í eigin líkama en í dag er hann fangi á Landspítalanum á Fossvogi. Staða hans og úrræðaleysi yfirvalda er íslensku heilbrigðiskerfi til skammar. Staða hans er okkur öllum til skammar.

Eins og vanalega er viðmót yfirvalda það að ekki sé hægt að tjá sig um einstök mál og því hefur verið flaggað óspart þegar DV hefur krafist svara fyrir hönd Tryggva. Í átta mánuði hefur Tryggvi engin svör fengið og dvelur í reiðileysi í litlu herbergi í Fossvogi. Þetta ástand er til skammar og við sem samfélag eigum ekki að sætta okkur við svör stjórnmálamanna um að ekkert sé hægt að gera þegar kemur að því að veita þeim sem minnst mega sín þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið