fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið

Þau ætla að kæfa Braggablúsinn

Ari Brynjólfsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 12. október 2018 21:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Yfirvöld og starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa frá fyrsta degi reynt að koma í veg fyrir fréttaflutning af Braggablúsnum svokallaða í Nauthólsvík. Það hefur alltaf verið erfitt að fá upplýsingar um einstök atriði er varða kostnað og gríðarlega framúrkeyrslu á verkefninu. Í hvert sinn sem við blaðamenn tökum upp símann til að fá upplýsingar sem eiga skýrt erindi við almenning þá er reynt að fela upplýsingar og drepa þessu máli á dreif.

Skýrasta dæmið er þegar blaðamaður fór niður í Ráðhús Reykjavíkur til að ræða málið, strax á fyrstu sekúndu reyndi starfsmaður borgarinnar að hindra að blaðamaður kæmist að einhverju. Blaðamaður DV mátti alls ekki fá símanúmer hjá ákveðnum starfsmanni borgarinnar til að fá viðkomandi til að ræða málið. Svo fór að blaðamaður dó ekki ráðalaus og fletti símanúmerinu einfaldlega upp á vef borgarinnar.

Um leið og búið var að nefna að innri endurskoðun ætti að rannsaka Braggablúsinn þá fórum við að fá þau svör að það mætti alls ekki ræða mál sem væri til rannsóknar. Skipti engu að á þeim tímapunkti var rannsókn ekki hafin og það var ekki einu sinni búið að taka formlega ákvörðun um að fela innri endurskoðun að gera slíka rannsókn.

Nú þegar rannsóknin er hafin þá er farin í gang herferð til að kæfa málið og koma því af forsíðum fjölmiðla. Línan sem borgarstarfsmenn eiga að segja er komin:

„Ég get ekki rætt frekar um þetta mál því það má ekki spilla rannsóknarhagsmunum.“

Svipaða frasa má nú heyra hjá fyrirtækjunum sem hafa fengið tugi milljóna frá borgarbúum vegna braggans, vísa Arkíbúllan og Efla bara á Reykjavíkurborg og neita að ræða málið á meðan það er í rannsókn.

Málið er vissulega í rannsókn, Það er bæði í rannsókn hjá innri endurskoðun og hjá fjölmiðlum. Með því að neita að ræða málið er Reykjavíkurborgm og fyrirtækin sem hafa þegið tugi milljóna; yfir hundrað milljónir í einu tilviki, að hindra að þeir sem borga reikningana á endanum viti hvað var gert fyrir þeirra peninga og í þeirra nafni.

Það er ótal margt sem við eigum eftir að fá upp á yfirborðið. Til dæmis:

Hvernig kom það til að Margrét Leifsdóttir hjá Arkíbúllunni fékk umboð til að ráða verktaka í nafni starfsmanns borgarinnar? Hvers vegna gerði Efla verkfræðistofa þrjár kostnaðaráætlanir fyrir braggann? Hvers vegna vildi Efla yfirleitt gera þriðju kostnaðaráætlunina eftir að fyrstu tvær fóru í vaskinn? Hvað vissu embættismenn, borgarfulltrúar meirihlutans og minnihlutans um málið og hvenær? Hver bjó til frasann sem starfsmenn borgarinnar þylja í sífellu og í hvaða tilgangi? Hvað mun bragginn kosta þegar upp er staðið? Og ætlar borgin að halda áfram að greiða sömu aðilum fyrir að klára braggann og ráða aftur sömu aðila til að sinna öðrum verkefnum? Ber einhver pólitíska ábyrgð á Braggablúsnum?

Já, þetta er mikið af spurningum og þeim fer bara fjölgandi eftir því sem loðnari svör berast. Þegar skoðaðar eru eldri skýrslur innri endurskoðunar er augljóst að þeirra rannsókn, eins mikilvæg og hún er, mun ekki svara öllum þeim spurningum sem þarf að svara.

Við munum aldrei komast að öllum sannleikanum í málinu. Við getum ekki vitað hver er vinur hvers og hvað var sagt í einkasamtölum eða símtölum einstakra aðila í málinu. Við getum ekki komist að því hvort það hafi verið samantekin ráð milli borgarinnar og verktaka að reyna að kæfa málið.

Við vitum það hins vegar án þess að geta fengið það skjalfest að þau ætla að kæfa Braggablúsinn.

Lesandi góður, við ætlum ekki að leyfa neinum að kæfa málið.

Þetta mál mun ekki hverfa fyrr en öllum stórum spurningum hefur verið svarað.

Leiðari helgarblaðs DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirlögregluþjónn dæmdur fyrir kaup á vændi – Stuttu seinna dæmdur fyrir líkamsárás

Yfirlögregluþjónn dæmdur fyrir kaup á vændi – Stuttu seinna dæmdur fyrir líkamsárás
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Netflix hækkar verðið: Sjáðu hvað áskriftin kostar núna

Netflix hækkar verðið: Sjáðu hvað áskriftin kostar núna
433
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsagnir Arsenal mættust í frönsku úrvalsdeildinni

Goðsagnir Arsenal mættust í frönsku úrvalsdeildinni
433
Fyrir 10 klukkutímum

Veit hvað er að hjá Lukaku

Veit hvað er að hjá Lukaku
433
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo vann sinn fyrsta titil með Juventus – Skoraði sigurmarkið

Ronaldo vann sinn fyrsta titil með Juventus – Skoraði sigurmarkið
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Dularfull andlát tveggja vina

Dularfull andlát tveggja vina
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Björn Bjarna um Brexit: „Staðan nú er aðeins vatn á myllu Brusselmanna“

Björn Bjarna um Brexit: „Staðan nú er aðeins vatn á myllu Brusselmanna“
433
Fyrir 12 klukkutímum

Real er með ‘besta leikmann heims’ en nota hann ekki

Real er með ‘besta leikmann heims’ en nota hann ekki
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fimm fengu Fjöruverðlaunin

Fimm fengu Fjöruverðlaunin