fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Hafliði Jósteinsson er látinn: „Það er vel tekið á móti honum“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 3. ágúst 2018 15:00

Hafliði Jósteinsson frá Húsavík er látinn. Sonur hans Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Framsóknarflokksins, greindi frá því í dag. Hann segir:

„Frá ystu strönd til innstu dala þá förum við samstíga héðan út og vinnum saman‟. Já, þetta sagð´ann. En ræðurnar verða ekki fleiri. Þessi lífsglaði og hressi maður kvaddi veröldina í gær, sæll og glaður eftir baráttuna við krabbamein. Það er vel tekið á móti honum.“

Hafliði var fæddur árið 1941 og áberandi maður á Húsavík alla sína ævi og kom mörgu í verk á ýmsum sviðum. Hann var mikill söngvari og söng á skemmtunum meðal annars með Víbrum og hljómsveitinni Fimm. Kirkju, tómstunda og æskulýðsmál voru honum mjög hugleikin og lék hann til dæmis jólasvein fyrir börnin í bænum lengi. Hann var einnig virkur í starfi íþróttafélagsins Völsungs um áratuga skeið og sæmdur heiðursmerki þess árið 2015.

Árið 1964 tók hann þátt í að stofna Verslunarmannafélag Húsavíkur og var viðloðandi verkalýðsmál allar götur síðan. Líkt og sonur hans, var Hafliði dyggur Framsóknarmaður og var iðulega á listum hjá flokknum. Varð hann landsþekktur um tíma og kom meðal annars fram í umræðuþættinum Silfri Egils og fleirum.

 

Mynd: HBK

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Í gær

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki
Fréttir
Í gær

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun