fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Guðbjörg varð fyrir óhugnanlegu atviki á Torrevieja – „Þetta var greinilega planað“

Auður Ösp
Mánudaginn 9. júlí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður hugsar alltaf: „Þetta gerist ekkert fyrir mig.“ En því miður þá getur þetta gerst fyrir hvern sem er,“ segir Guðbjörg Ylfa Jensdóttir en hún varð fyrir vægast sagt óhugnanlegri lífsreynslu þar sem hún var stödd í fríi á Spáni í byrjun júní. Þrír ókunnugir einstaklingar veittu henni eftirför á bíl og enduðu á því að ræna hana. Guðbjörg segir augljóst að ránið hafi verið gaumgæfilega skipulagt og hvetur fólk til að vera á varðbergi á ferðalögum erlendis.

Atvikið átti sér stað í Torrevieja aðfaranótt 1. júní en Guðbjörg segir að líklegast hafi aðilarnir elt hana alla leið frá flugvellinum í Alicante og í hverfið þar sem hún dvaldi.

„Ég keyrði semsagt niður götuna þar sem er botnlangi, og svo er hlið við enda götunnar. Ég stoppa þar en ég hafði tekið eftir því að bílinn kom niður á eftir mér með dagljósin á, semsagt ekki alvöru ljósin á bílnum. Svo snýr hann við, þannig ég hélt að hann hefði verið að fara vitlaust og ekki fattað að þetta væri botnlangi.  Ég þurfi samt að stöðva bílinn þarna því ég var ekki með lykil að hliðinu og var að fara hringja í systur mína til að biðja hana að koma út og opna. Þá tók ég eftir að það var maður að labba í áttina að bílnum.“

Hún segir manninn hafa beðið hana um að opna gluggann og í kjölfarið hafi hún skrúfað niður bílrúðuna þannig að það myndaðist lítil rifa. Hún hafi reynt að læsa bílnum á undan en ekki komið auga á læsinguna í bílnum.

„Þegar maðurinn talar við mig að þá heyri ég hljóð aftur í og tek þá eftir að það var annar maður kominn og hann hafði opnað dyrnar mínar. Þá grípur hinn í hina hurðina, fyrir aftan mig, og grípur í aðra töskuna mína, en ég var með töskurnar í aftursætinu,“ segir Guðbjörg en mennirnir hlupu síðan til baka í bílinn sinn, þar sem þriðji aðilinn sat við stýri. „Ég hljóp fyrst á eftir þeim og nálgaðist þá nokkuð vel en ég fattaði svo að ég var ein og þeir voru þrír, þannig að ef ég hefði náð þeim, að þá hefði þetta alls ekki endað vel.“ Mennirnir lögðu því næst á flótta. „Þeir voru búnir að koma bílnum fyrir þannig að þeir gætu keyrt í burtu strax. Þannig að þetta var greinilega planað,“ segir Guðbjörg.

Torrevieja hefur verið vinsæll áfangastaður sólþyrstra Íslendinga um árabil.
Torrevieja hefur verið vinsæll áfangastaður sólþyrstra Íslendinga um árabil.

Guðbjörg kveðst hafa verið mikið af ljósmyndabúnaði í bílnum sem þjófarnir náðu að hafa á brott með sér. Hún hafði samband við lögreglu, sem mætti þó ekki á staðinn fyrr en rúmlega einni og hálfri klukkustund síðar. Morguninn eftir tók við skýrslutaka á lögreglustöðinni. „Ég var rosalega heppin því það var kona á lögreglustöðinni sem var íslensk en hefur búið þarna í rúm 30 ár. Hún gat túlkað fyrir okkur því spænskan mín er ekki góð og lögreglan gat ekki gert skýrsluna á ensku heldur. Þannig þetta var frekar erfitt. Lögreglan sagði að þeir hefðu líklegast séð mig á flugvellinum og elt mig alla leiðina til Torrevieja, rúmlega 50 mín keyrsla. Og þeir gera þetta víst ansi oft, líka þegar um er að ræða fjölskyldur.“

Hún hefur ekkert heyrt frá lögreglunni eftir þetta og dregur í efa að málið sé í miklum forgangi hjá embættinu. Ef til vill væri raunin önnur ef hún hefði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. „Ég er enn að bíða með að heyra frá tryggingunum en það tekur alltaf smá tíma,“ segir hún og bætir við að auðvitað skipti það mestu máli að hún sé heil á húfi.

Hún tekur fram að hverfið sem um ræðir sé talið mjög friðsælt, en það sé þó aldrei of varlega farið.

„Ég vil bara benda fólki á að passa sig þegar það ferðast á kvöldin og skoða hvort það gæti einhver verið að veita því eftirvör. Þetta er víst ágætlega þekkt hérna úti.“

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur
Fókus
Í gær

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis