fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Höfuðverkur Eyþórs og Dags

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. maí 2018 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Turnarnir tveir í borginni vinna nú að því bak við tjöldin að reyna að mynda starfhæfan meirihluta í borgarstjórn. Hér eru þær leiðir sem færar eru fyrir Dag B. Eggertsson og Eyþór Arnalds.

 

Leiðir Dags til valda

Það er ljóst að meirihluti Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, er fallinn og kannski var það aldrei líklegt að hann myndi halda í ljósi þess að stór flokkur hvarf af sjónarsviðinu eins og dögg fyrir sólu. Nokkrar skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu reyndar að meirihlutinn héldi naumlega en það er hefð fyrir því að vinstriflokkar mælist hærra í könnunum en kosningum.

Dagur og Dóra Björt, oddviti Pírata, virðast ganga samhent inn í viðræðurnar en Vinstri Grænir virðast hikandi. Flokkurinn tapaði miklu fylgi og oddviti þeirra, Líf Magneudóttir, er í erfiðri stöðu. Mögulega er sökin ekki hennar einnar því að Vinstri Grænir fengu skell á höfuðborgarsvæðinu og misstu fulltrúa sína í Hafnarfirði og Kópavogi. Það er ekki sjálfgefið að Vinstri Grænir séu tilbúnir í áframhaldandi samstarf en þó ekki sérstaklega líklegt að þeir gangi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Það gæti hentað þeim að standa utan borgarmeirihlutans.

En hverjum getur Dagur boðið í dans til að bæta upp fyrir Bjarta Framtíð? Líklegast í stöðunni er að hann leiti til Viðreisnar, sem eru „sætasta stelpan á ballinu“ í þetta skiptið. Viðreisnarfólk hefur málefnalega stöðu með meirihlutaflokkunum í skipulagsmálum en flóknara gæti reynst að friðþægja Viðreisn í málum sem lúta að atvinnulífinu, skólamálum og fleiru, sérstaklega fyrir Vinstri Græna. Ef Viðreisn gerir kröfu um borgarstjórastólinn verður það erfitt fyrir Samfylkingu sem hefur gert mikið úr Degi sem óskoruðum leiðtoga meirihlutans.

Annar möguleiki er að leita til Sósíalistaflokksins en það dugar ekki til. Flokkur fólksins yrði að vera með, því að enginn samstarfsflötur er á milli núverandi meirihluta og Sjálfstæðisflokki og Miðflokki. Þessi leið myndi sennilega hugnast Vinstri Grænum betur en óvíst er hvort Sósíalistar væru tilkippilegir. Þetta er nýtt afl og krafan þar um miklar og kostnaðarsamar úrbætur er hávær. Ef Sanna fer í meirihluta og sannar sig ekki strax er líklegt að fjari undan flokknum hratt.

 

Leiðir Eyþórs til valda

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, náði því markmiði sínu að gera flokkinn að þeim stærsta í borginni og ætti því að vera í bestu stöðunni til að mynda meirihluta…. eða hvað? Sjálfstæðismenn fagna víða á látlausan hátt því að þeir vita að Eyþórs bíður mjög erfitt verkefni, jafn vel erfiðara en Dags. Honum vantar fjóra fulltrúa til viðbótar og þó að Vigdís Hauksdóttir og Miðflokkurinn séu ólm í að fara í samstarf þá hafa þau aðeins einn fulltrúa.

Þrír flokkar eru ekki í boði fyrir Eyþór því þeir hafa útilokað samstarf. Það eru Samfylking, Píratar og Sósíalistaflokkurinn. Þá verður hann að fá tvo af þremur flokkum til samstarfs: Viðreisn, Vinstri Grænum og Flokki fólksins.

Flokkur fólksins hefur stundum verið nefndur hægri-pópúlískur og ætti þá að hafa ágætis samleið með bæði Sjáflstæðisflokki og Miðflokki. En þar á bæ er engu að síður krafa snöggar úrbætur fyrir þá sem verst standa, jafn háar kröfur og hjá til dæmis Sósíalistum.

Vinstri Grænir hafa ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en sú sala er erfið, sérstaklega í ljósi þess að margir telja að útreið Vinstri Grænna í kosningunum á höfuðborgarsvæðinu sé viðbragð við ríkisstjórnarsamstarfinu. Sennilega dygði borgarstjórastóllinn ekki til þess að laða Vinstri Græna að.

Að öllum líkindum veltur borgarstjórastóll Eyþórs á því hvað Þórdís Lóa hjá Viðreisn gerir en hún hefur verið mjög varfærin í yfirlýsingum. Í fyrstu sýn virðist Viðreisn geta unnið ágætlega með Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Pírötum (sem þau bjóða með á einum stað). Eyþór verður því að yfirbjóða Dag og sannfæra Þórdísi um að það sé skárri hugmynd að fara í samstarf við Miðflokkinn og Flokk fólksins heldur en Vinstri Græna og Sósíalista. Á því veltur meirihlutinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona