fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Dagur B. Eggertsson: „Viðreisn ekki eini flokkurinn sem hugsanlegt er að bæta inn í samstarfið“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, var að vonum ekki sáttur með að sjá meirihlutann falla í borginni og að hans eigin flokkur hafi tapað rúmum sex prósentustigum. Samfylkingin bætir reyndar við sig tveimur borgarfulltrúum en fulltrúum alls var fjölgað um átta. DV spurði Dag um niðurstöður kvöldsins og næstu skref.

Þetta eru slæmar tölur fyrir ykkur er það ekki?

„Ég hef þá aðferð að búa mig undir það versta og þetta er það. Maður verður að vera undirbúinn undir að taka niðurstöðum sem þessum.“

Nú eru Viðreisn komnir í oddastöðu. Sérðu fyrir þér að bæta þeim inn í núverandi samstarf?

„Ég hef sagt það alla kosningabaráttuna að ég vildi sjá núverandi meirihlutaflokka halda áfram, jafn vel með fleiri flokkum sem hugsa líkt og horfa til svipaðrar framtíðar og við. Við höfum góða reynslu af því og gengum til samstarfs við fleiri flokka en þurfti eftir síðustu kosningar. Það hefur reynst mjög vel. Viðreisn er samt ekki eini flokkurinn sem hugsanlegt er að bæta inn í samstarfið, það geta hugsanlega verið fleiri.“

Dagur bendir á viðræðurnar árið 2014 þegar Besti flokkurinn varð að Bjartri Framtíð og Vinstri Grænum og Pírötum var bætt inn í meirihlutasamstarfið.

„Þá bjuggum við til nýjan meirihluta og það þarf að gerast aftur. Við þurfum að búa til nýjan meirihluta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona