fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hjörleifur reiður vegna spurninga um nýja veggmynd Sjávarútvegshússins: „Hvað varðar þig um það?!“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 20. apríl 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef enga skoðun á þessu og ekki gefið þessu gaum“ segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins og ráðherra, um keppnina um veggmynd Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna og lauk í lok mars. Hjörleifur segist ekki hafa séð úrslitin og vinningsverkið, Glitur hafsins, eftir listakonuna Söru Riel sem mun prýða vegg hússins.

Hjörleifur brást illa við spurningu blaðamanns um hvort hann hygðist kynna sér sigurverkið og tillögurnar allar þar sem hann hafi nú haft hátt um þetta áður. „Hvað varðar þig um það? Ég hávær? Hverslags rugl er þetta?“

Myndin sem gerði allt vitlaust

Stóra veggmyndamálið

Eins og mörgum er kunnugt hafði Hjörleifur sterkar skoðanir á vegglistaverki af sjómanni sem sett var upp á Sjávarútvegshúsinu í tengslum við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves árið 2015. Hjörleifur, sem býr á Vatnsstíg, sendi byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar tölvupósta vegna myndarinnar og hafði RÚV þá tölvupósta í sínum fórum. Fór svo að málað var yfir myndina og vakti það mikið umtal í þjóðfélaginu.

Hjörleifur svaraði fyrir sjómannsmyndamálið síðasta sumar í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Taldi hann málið blásið upp vegna gúrkutíðar. „Hver er staða stjórnenda Reykjavíkur gagnvart þeim sem ástunda veggjakrot á eignir borgarbúa og staðhæfa margir hverjir að þar sé um listaverk að ræða? Reykjavík er að verða útbíuð af þess háttar skrauti, Umhverfi Reykjavíkur verðskuldar önnur vinnubrögð en þau sem endurspeglast í þessu máli. – Höfuðstaðurinn þarf á jákvæðri samvinnu við íbúana að halda og trúnaði í samskiptum. Sem betur fer er hér ekki allt á verri veginn. Ég hef nokkrum sinnum leyft mér að hafa samband við garðyrkjudeild borgarinnar með ábendingar, sem brugðist hefur verið við jákvætt og eðlilega“ sagði Hjörleifur.

 

Hér má sjá vinningsverkið og allar tillögunar.

Sara Riel
Una Gunnarsdóttir
Sæþór Örn Ásmundsson
Arngrímur Sigurðarson
Kristinn E. Hrafnsson
Steinn Jónsson, Ólafur Benediktsson og Valur Hreggviðsson
Ingibjörg Huld Halldórsdóttir
Maja Thommen
Bjarni Helgason
Eva Þengilsdóttir
Sigurjón Jóhannsson
Katrín Jónsdóttir Hjördísardóttir og Róbert Sigmundsson
Halldór Ásgeirsson
Jón Ingiberg Jónsteinsson
Kristinn Harðarson
Logi Bjarnason
Narfi Þorsteinsson (með leyfi Jóns Baldurs Hlíðberg)
Narfi Þorsteinsson og Stefán Baldursson
Stefán Óli Baldursson
Guðrún Sveinsdóttir og Gísli Magnússon
Þórdís Erla Zoega
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“