fbpx
Fréttir

Kolbeinn skilur við Kolku með söknuði: „Þú komst í líf mitt, laust mig ástarörvum”

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. apríl 2018 09:40

Kolbeinn Óttarsson Proppé tók nýverið þá erfiðu ákvörðun að láta tíkina sína, Kolku, frá sér. Hann segir á Facebook:

„Já, Kolka er s.s. farin í sveitina. Á þar yndislegar stundir og hefði ekki getað endað á betri stað.“

Taldi hann að þingmennskan væri svo annasamt starf að hann gæti ekki sinnt tíkinni sem skildi og kom henni því í vist í Skaftárhreppi. Þar myndi hún una sér betur en Kolbeinn situr einn eftir í kotinu með söknuð í hjarta þar sem hann og Kolka hafa verið nánast óaðskiljanleg um árabil.

Kolbeinn hefur verið þingmaður Vinstri Grænna síðan árið 2016 en eftir að flokkurinn komst í ríkisstjórn í haust hefur vægi hans í nefndum aukist.

Þar sem Kolbeinn er nú listhneigður maður leitaði hann til listagyðjunnar og orti sonnettu um þann söknuð sem hann fann eftir að hafa þurft að skilja við Kolku. Í þeirri sonnettu tengir Kolbeinn viðskilnaðinn við við allan þann söknuð sem hann hefur þurft að upplifa um ævina.

„Þú komst í líf mitt, laust mig ástarörvum.
Ég líta skyldi bjarta, fagra daga.
Að ganga saman yrði okkar saga,
við sinna myndum vel hvors annars þörfum.

En í lífsins streði hlaðinn er ég störfum,
stóðstu heima, ein í ótal tíma.
Nú þarft ekki alein þar að híma.
Eltir kindur léttum hug og djörfum.

Oft er sú framtíð, er fyrir þér ljós lá,
sem fjöður í vindi, utan þinna greipa,
hrifsuð þér frá. Þá treginn tekur völd.

Söknuður heldur huga þínum þá,
af höfgri gleði, aldrei skaltu dreypa.
Uns gröfin þér opnast, endanleg og köld.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann
Fréttir
Í gær

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“
Fréttir
Í gær

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“