fbpx

Jón viðar: „Geðlyfin hafa skilað vísindalegum, marktækum árangri, til dæmis á mér.“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 15. apríl 2018 10:00

Jón Viðar Jónsson er frægur, sumir segja alræmdur, fyrir skrif sín um íslenskar leiksýningar. Ólíkt flestum öðrum gagnrýnendum segir hann skoðanir sínar umbúðalaust og hefur sú hreinskilni oft og tíðum valdið úlfaþyt í leikhúsheiminum, sem hann telur ekki hátt risið á í dag. Kristinn hjá DV ræddi við Jón um æskuna, leikhúsið, trúna á Jesú Krist og baráttu Jóns við kvíða og þunglyndi.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Geðlyfin björguðu

Jón hefur frá barnæsku þurft að glíma við kvíða og hefði að eigin sögn verið greindur með kvíðaröskun á sínum tíma ef hugtakið hefði verið til. Þá voru börn annaðhvort sögð ofvirk eða bara óþæg. Fyrir tólf eða þrettán árum var kvíðinn kominn á það stig að hann þurfti að gera eitthvað í málinu og í kjölfarið var þunglyndi einnig farið að gera vart við sig. Jóni er hins vegar illa við að nota þetta orð, þunglyndi. Depurð eða geðlægðir eigi betur við.

„Ég hef tilhneigingu til þess að fara niður í geðlægðir. Þá verð ég mjög óvirkur og vil einangra mig, helst loka mig alveg af. Starfsorka mín hefur einnig skerst við þetta.“

Hvenær varstu í mestri lægð?

„Þetta hefur gengið í tímabundnum sveiflum. Ég hef ekki farið jafn djúpt niður og margir aðrir en ég hef samt orðið svo slæmur að ég hef lagst í rúmið. Stundum dögum saman, jafnvel einu sinni í nokkrar vikur. Árið 2012 var ég einnig búinn að keyra mig út í vinnu og í hálft ár var ég eiginlega alveg uppgefinn. Þá hafði ég ekki orku til að halda áfram, hætti að hreyfa mig og vildi helst ekki vera innan um fólk. En þá fékk ég loksins þá hjálp sem ég þurfti.“

Umræðan um lyfjagjöf við þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum hefur verið töluverð á Íslandi undanfarin ár. Margir eru ósáttir við að Ísland eigi heimsmet í notkun slíkra lyfja og telja að samtalsmeðferðir virki mun betur. Jón segir að það hafi tekið hann langan tíma að sætta sig við að hann þyrfti að gefa lyfjunum tækifæri.

„Að mínu mati eru geðlæknar margir hverjir stórhættulegir, einkum ef þeir eru útbrunnir og áhugalausir. Einn þeirra, þekktur maður í bransanum, sagðist telja að engin lyf dygðu á mínar geðlægðir. En að lokum fann ég alvöru lækni og ég hef verið undir hans handleiðslu í fimm eða sex ár. Ég er einn af þeim lánsömu sem lyfin hafa hjálpað og þau hafa í raun gefið mér nýtt líf. Ef ég hefði ekki gefið lyfjunum tækifæri veit ég ekki hvar ég væri í dag og ég vil eiginlega ekki hugsa út í það. En ég hef líka reynt að temja mér að lifa í núinu og taka einn dag í einu. Láta hverjum degi nægja sína þjáningu, eins og þar stendur.“

Hvað finnst þér um þessa neikvæðu umræðu um geðlyf?

„Það er gríðarlegur ábyrgðarhluti þegar fólk með takmarkaða þekkingu er að predika gegn lyfjum. Einn góður vinur minn sem hefur líka glímt við „svarta hundinn“ sagði einu sinni svolítið við mig sem ég hef stundum vitnað í. Allir teldu sig geta haft skoðanir á geðlyfjum. Ef þú sest í leigubíl, sagði hann, þá telur bílstjórinn sig vita allt um geðlyf, en ef talið berst að lyfjum við til dæmis sykursýki, krabbameini eða Parkinsonsveiki, þá er vissan ekki eins mikil. Fólk telur sig dómbært án þess að hafa nokkrar forsendur til að tjá sig um þetta. Heldur jafnvel að það sé allsherjar samsæri milli lyfjaiðnaðarins og læknanna. Þessi vísindi eru ekki fullkomin en nýju geðlyfin hafa skilað vísindalegum, marktækum árangri, til dæmis á mér.“

Hvernig líður þér í dag?

„Ég er orðinn 63 ára gamall og þakka guði fyrir hvern dag sem ég vakna og held sönsum, get sinnt mínu starfi og dagsins önnum og einnig notið lífsins. Ég hef horft upp á jafnaldra mína og miklu yngra fólk kljást við og falla fyrir hræðilegum sjúkdómum. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér veit maður auðvitað aldrei en ég er þakklátur fyrir að vera heill og hress í dag.“

 

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Banaslys við Kirkjufell
433
Fyrir 1 klukkutíma

,,Hazard gæti skorað 40 mörk hjá Liverpool”

,,Hazard gæti skorað 40 mörk hjá Liverpool”
Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Hefndi sín grimmilega á fyrrverandi – Ótrúlegt umgengnismál og lögreglan vissi ekki hverju hún átti að trúa

Hefndi sín grimmilega á fyrrverandi – Ótrúlegt umgengnismál og lögreglan vissi ekki hverju hún átti að trúa
433
Fyrir 2 klukkutímum

Grátlegt tap Tottenham gegn Inter – Messi gerði þrennu

Grátlegt tap Tottenham gegn Inter – Messi gerði þrennu
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ráðherra fellir tíu landbúnaðarreglugerðir úr gildi

Ráðherra fellir tíu landbúnaðarreglugerðir úr gildi
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Fagnaðarefni að WOW komist fyrir vind – þórðargleðin er út í hött

Fagnaðarefni að WOW komist fyrir vind – þórðargleðin er út í hött
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Brynjar er viðkvæmur maður: „Mín pólitík snýst um að leyfa fólki bara að njóta sín“

Brynjar er viðkvæmur maður: „Mín pólitík snýst um að leyfa fólki bara að njóta sín“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna alhæfingar RÚV um atvinnurekendur í gisti- og veitingaþjónustu

Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna alhæfingar RÚV um atvinnurekendur í gisti- og veitingaþjónustu
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Sólrún Diego kaupir 320 fermetra höll – Gert ráð fyrir vetrargarði og lítilli tjörn – Sjáðu myndirnar

Sólrún Diego kaupir 320 fermetra höll – Gert ráð fyrir vetrargarði og lítilli tjörn – Sjáðu myndirnar