fbpx

Jón Viðar: „Leiklistardeild Listaháskólans gerir minna gagn en ekkert“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. apríl 2018 19:00

„Ég hef sjálfsagt verið nokkuð krefjandi og var kannski svolítill einfari en ég var skapandi barn, orti ljóð og skrifaði sögur“

Jón Viðar Jónsson er frægur, sumir segja alræmdur, fyrir skrif sín um íslenskar leiksýningar. Ólíkt flestum öðrum gagnrýnendum segir hann skoðanir sínar umbúðalaust og hefur sú hreinskilni oft og tíðum valdið úlfaþyt í leikhúsheiminum, sem hann telur ekki hátt risið á í dag. Kristinn hjá DV ræddi við Jón um æskuna, leikhúsið, trúna á Jesú Krist og baráttu Jóns við kvíða og þunglyndi.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Ruslahaugur meðalmennsku og sjálfsdýrkunar

Jón hikar þegar spurt er um styrkleika íslensks leikhúss.

„Mig setur eiginlega hljóðan þegar ég fæ svona spurningu því að íslenskt leikhús er í mínum augum að verða einn allsherjar ruslahaugur meðalmennsku og sjálfsdýrkunar. Íslensk leiklist stendur mjög illa núna.“

Hvað veldur því?

„Ein af ástæðunum er sú að leiklistardeild Listaháskólans gerir minna gagn en ekkert. Hún útskrifar leikara sem eru ekki hæfir til að leika á stærstu sviðum þjóðarinnar enda hefur það verið stefna ráðamanna skólans undanfarin tuttugu ár eða svo að höggva á öll tengsl milli starfandi leikhúsa og stofnunarinnar. Þessi leiklistardeild starfar í einhverju algeru tómarúmi og útskrifar ekki fagfólk af því tagi sem íslenskt leikhús þarf á að halda. Nú þegar er komið allt of mikið rof milli kynslóða.“

Að sögn Jóns ætti leiklist aðeins að vera kennd af reyndum leikurum, líkt og þegar lærlingur í iðngrein nemur hjá meistara. Þannig gangi þekkingin og færnin frá manni til manns þó að vitaskuld þurfi meðfæddir hæfileikar að vera til staðar.

„Vandamálið er að kennararnir eru flestir, sýnist mér, sjálfir tiltölulega nýútskrifaðir nemendur úr skólanum. En af hverju eru elstu og reyndustu leikararnir, til dæmis Arnar Jónsson, Hilmir Snær, Kristbjörg Kjeld og Guðrún Gísladóttir, svo örfáir séu nefndir, ekki að kenna þarna? Í þessum kennarahópi eru margir sem ég veit ekki til að hafi sýnt fram á neina sérstaka færni sem skapandi leikhúsfólk. Það vill verða svo að í stofnanir af þessu tagi safnist undirmálsfólk sem hefur ekki plumað sig. Það hefur dottið út eða ekki komist áfram í bransanum sjálft en kemst svo í fastar stöður og situr pikkfast í þeim árum og jafnvel áratugum saman. Svo eru nemendurnir nánast ótalandi þegar þeir útskrifast. Þeir kunna ekki að beita röddinni og standa vanmáttugir gagnvart stórum rýmum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins. Og þá skortir líka tilfinnanlega bókmenntalega þekkingu og skilning á texta.“

Er þetta nýtilkomið vandamál?

„Ég myndi segja að þetta hafi farið versnandi síðustu tuttugu árin. Það voru stjórnendaskipti þarna í kringum 2000 og eftir það hefur þetta farið hríðversnandi.“

Þessi hnignun leiklistarnámsins skilar sér út í leikhúsin að mati Jóns. Enn séu þó starfandi leikarar sem valdi hlutverkum sínum vel.

„Við eigum vissulega góða leikara en nýliðunin er ekki að takast sem skyldi. Við höfum hins vegar aldrei átt framúrskarandi leikstjóra. Upp úr 1970 fóru að koma fram sérhæfðir leikstjórar en áður höfðu leikarar skipst á að setjast í leikstjórastólinn. Þetta var að vissu leyti góð þróun en engu að síður hafa okkar leikstjórar verið yfirleitt veikari og mistækari en þeir skárri í nágrannalöndunum.“

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 56 mínútum

Kemur Barcelona og stelur Alderweireld?

Kemur Barcelona og stelur Alderweireld?
433
Fyrir 1 klukkutíma
Guðmann aftur í FH
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Braggabókhaldið: Ólafur skrifaði nautasnitsel á braggann

Braggabókhaldið: Ólafur skrifaði nautasnitsel á braggann
Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Spennandi hádegisfyrirlestur: Áhrif spænsku veikinnar á barnshafandi konur á Íslandi árið 1918

Spennandi hádegisfyrirlestur: Áhrif spænsku veikinnar á barnshafandi konur á Íslandi árið 1918
Bleikt
Fyrir 11 klukkutímum

Ellen Bára tók sumarbústaðinn í gegn á 39 dögum – Ótrúlegar fyrir og eftir myndir

Ellen Bára tók sumarbústaðinn í gegn á 39 dögum – Ótrúlegar fyrir og eftir myndir
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingur gæti orðið best klæddi karlmaður Danmerkur – Taktu þátt í kosningunni

Íslendingur gæti orðið best klæddi karlmaður Danmerkur – Taktu þátt í kosningunni
433
Fyrir 12 klukkutímum

Hörður: Ég tek þetta á bakið á mér

Hörður: Ég tek þetta á bakið á mér
Matur
Fyrir 12 klukkutímum

Neitar að fara í megrun: „Ég hata matardólga“

Neitar að fara í megrun: „Ég hata matardólga“
433
Fyrir 12 klukkutímum

Rúnar: Ánægður með að fá traustið en þetta er drullu pirrandi

Rúnar: Ánægður með að fá traustið en þetta er drullu pirrandi
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Trump drekkur diet-kók með látnum og lifandi forsetum

Trump drekkur diet-kók með látnum og lifandi forsetum