fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Jón viðar: „Ég tel að þjóðfélag án trúar muni að endingu eyða sjálfu sér“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. apríl 2018 10:00

„Ég tel að þjóðfélag án trúar muni að endingu eyða sjálfu sér.“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson er frægur, sumir segja alræmdur, fyrir skrif sín um íslenskar leiksýningar. Ólíkt flestum öðrum gagnrýnendum segir hann skoðanir sínar umbúðalaust og hefur sú hreinskilni oft og tíðum valdið úlfaþyt í leikhúsheiminum, sem hann telur ekki hátt risið á í dag. Kristinn hjá DV ræddi við Jón um æskuna, leikhúsið, trúna á Jesú Krist og baráttu Jóns við kvíða og þunglyndi.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

 

Kristur er sannleikurinn, endanlegur og algildur

Á sínum yngri árum, þegar Jón skrifaði fyrir Þjóðviljann, aðhylltist hann sósíalisma en í dag hefur hann gerbreytt um lífsskoðun. Hann lýsir sér sem íhaldssömum jafnaðarmanni sem vill blandað hagkerfi, öflugt velferðarkerfi en jafnframt að einstaklingar þurfi að taka ábyrgð í lífinu. Spilling og sérhagsmunagæsla eitri hins vegar alla íslenska pólitík í dag. Grunnurinn að hans lífsskoðun er hins vegar kristin trú hans.

„Ég tel að þjóðfélag án trúar muni að endingu eyða sjálfu sér. Kristin trú skapar ákveðinn ramma utan um okkar líf og það góða við kristnina er að hún virðir frelsi einstaklingsins og kennir okkur að taka ábyrgð á okkar eigin lífi en um leið á meðbræðrum okkar. Hún er í raun mjög félagslega sinnuð.“

Jón fann sig ekki innan íslensku þjóðkirkjunnar heldur gekk í kaþólska söfnuðinn fyrir um tuttugu árum. Hvað kom til?

„Eftir að hin sósíalíska víma rann af mér fannst mér ég leiddur áfram til að taka þetta skref. En það var líka meðvituð ákvörðun að trúa á Jesú Krist. Mér finnst rómversk-kaþólska kirkjan vera eðlilegur staður til að vera á. Lútherska svokölluð er í raun bara ómerkileg villutrú, komið á með miklu ofbeldi í hinni svokölluðu siðbót á sextándu öld. Þessu var troðið upp á heilu þjóðirnar af gráðugum furstum sem vildu komast yfir auðæfi kirkjunnar. Auðvitað var kirkjan spillt á þessum tíma og þurfti siðbót en þarna var hróflað við hlutum sem átti alls ekkert að hrófla við. En svo er eins gott fyrir okkur að muna, eins og Halldór Laxness sagði, að sannleikurinn er ekki í bókum, ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í fólki sem hefur gott hjartalag og slíkt fólk er vitaskuld til í öllum söfnuðum og trúarbrögðum.“

Önnur ástæða fyrir því að Jón gekk í kaþólsku kirkjuna er hversu vel í stakk búin hún er til að taka á málefnum samtímans, sér í lagi afstæðishyggjunni.

„Við höfum ákveðnar grunnviðmiðanir sem við höldum okkur við og byggjum utan á þær. Kristindómurinn og kaþólskan hefur kennt mér þetta. Ég trúi því að það sé til sannleikur, endanlegur og algildur, sem er Jesús Kristur og virðing fyrir helgi einstaklingsins sem hann kennir.“

Þó að trúin skipti Jón miklu máli þá segir hann að sér leiðist fólk sem sé mjög upptekið af trúmálum og sé sífellt að lýsa skoðun sinni á þeim. Að mörgu leyti hafi hin alþýðlega afstaða forfeðranna, sem leit á tilveru guðs og nærveru í mannlegu lífi sem eitthvað alveg sjálfsagt, verið sú eðlilegasta.

„Það sem skiptir máli er að lifa samkvæmt trúnni og þeim siðferðilegu mælikvörðum sem Kristur setur. Ef við gerum það ekki endar samfélagið í óreiðu og upplausn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum