fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Utanríkisráðherra: Ísland fer á HM – „Ekki hafa áhyggjur af því“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. mars 2018 12:14

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Mynd/Sigtryggur Ari

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu muni keppa á HM í Rússlandi í sumar og íslenskir stuðningsmenn muni komast til Rússlands að hvetja landsliðið áfram alveg sama hvernig málin þróast í samskiptum Rússlands og Bretlands.
„Já já já, ekki hafa neinar áhyggjur af því. Það er ekkert um það að ræða,“

Sagði Guðlaugur Þór í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Greint var frá því um helgina að ríkisstjórnin íhugaði að sniðganga heimsmeistaramótið en ríkisstjórn Bretlands hefur ákveðið að hvorki ráðherrar né konungsfjölskyldan muni mæta á leiki í sumar. Danska ríkisstjórnin er einnig að íhuga að sniðganga keppnina. Slík sniðganga á aðeins við um ráðamenn, ekki landsliðið eða stuðningsmenn.

„Þetta snýst um grafalvarlegt mál, taugaefnaárás með efni sem er bannað og það er talið nokkuð ljóst að það komi frá Rússlandi og sé gert með vilja rússneskra stjórnvalda, eða vitundar, eða hafi komist með einhverjum öðrum hætti til einhverra annarra aðila. Viðbrögð Rússa eru ekki talin sannfærandi við þessum ásökunum. Þess vegna hafa NATO, Sameinuðu þjóðirnar, ÖSE, fjallað um þetta,“

sagði Guðlaugur Þór. Málið snúist í grundvallaratriðum um að Rússar hafi eitrað fyrir feðginum á enskri grund. „Það þarf ekkert að fjölyrða um það hversu alvarlegt það er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?