Fréttir

Einstæð íslensk móðir hefur ekki efni á að ferma barnið sitt: „Ég er bara að bugast“

Auður Ösp
Mánudaginn 19. mars 2018 15:50

„Nú verð ég bara að játa mig sigraða,“ segir einstæð íslensk móðir sem hefur ekki efni á að ferma barnið sitt. Öll mánaðarlaun konunnar fara í húsaleigu og bakland hennar er lítið sem ekkert.

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands deilir bréfi konunnar á facebooksíðu sinni ásamt þessum orðum:

„Átakanleg bréf fæ ég allt of oft sem stinga mig í hjartastað.“

Í bréfinu kveðst móðirin vilja grennslast fyrir um mögulegan fermingarstyrk. Konan er með fjögur börn á framfæri og mun elsta dóttir fermast í næsta mánuði. Konan kveðst vera í hálfu starfi og er jafnframt að leita sér að meiri vinnu. Hún kveðst ekki geta reitt sig á fjárhagslegan stuðning frá barnsföður sínum þar sem hann sé í neyslu fíkniefna.

„Ég er bara orðin ráðþrota og farin að kvíða svo fermingunni af því að ég á engan pening. Svo eru páskar að koma, tvö barna minna eiga afmæli í apríl og svo fermingin líka. Ég er bara að bugast.“

Konan greiðir  200 þúsund krónur í húsaleigu í hverjum mánuði og er með 200 þúsund krónur útborgaðar. Hún kveðst reyna að lifa á meðlaginu sem hún fær greitt frá Tryggingastofnun sem og húsaleigubótum en sér ekki fram á að svo verði hægt í apríl.

„Nú verð ég bara að játa mig sigraða eftir að hafa verið að berjast fyrir allt og öllu síðan ég varð einstæð 2008. Ég get ekki reytt mig á foreldra eða aðra fjölskyldumeðlimi. Ég get ekki tekið yfirdrátt og hef ekki getað síðustu 12 ár vegna vanskilaskrá,“ ritar konan að lokum en hún segist „verða bara að vona það besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fréttir
Í gær

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“
Fréttir
Í gær

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“