fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Íslenskur læknir á meðal áhrifamestu einstaklinganna í London 2018

Auður Ösp
Sunnudaginn 14. október 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Jóhannsson svæfingalæknir er á lista dagblaðsins Evening Standard yfir áhrifamestu einstaklingana í London árið 2018 en hin árlegu verðlaun voru veitt í 12 sinn nú í gær.  Á Progress 1000 listanum má finna fjölda einstaklinga sem hafa á einn eða annan hátt skarað fram úr í listum, tækni, stjórnmálum, vísindum, heimspeki og viðskiptum.

 Helgi er yf­ir­lækn­ir svæf­inga á St. Mary‘s-há­skóla­sjúkra­hús­inu í London og var hann tilnefndur í flokki einstaklinga sem hafa skarað fram úr á sviði heilbrigðismála. Á þeim lista má til að mynda finna unglækninn Mark Sims, sem safnaði háum upphæðum til krabbameinsrannsókna áður en hann lést sjálfur úr sortuæxli á síðasta ári, ljósmóðurina Kade Moneh sem veitir ljósmæðrum í Úganda þjálfun og ráðgjöf og skurðlækninn Dr Veeru Kasivisvanathansem unnið hefur ötult rannsóknarstarf á sviði krabbameinslækninga.

Helgi hefur undanfarin misseri haldið úti síðu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann styðst við notandanafnið Dr. Helgi. Í færslum sínum leyfir hann fylgjendum sínum að skyggnast inn í hinn framandi heim læknisfræðinnar. Í lýsingu á vef Evening Standard kemur fram að Helgi sé „sprenglærður læknir sem kunni að nýta sér samfélagsmiðlana á skemmtilegan og upplýsandi hátt.“

Sem fyrr segir voru verðlaunin afhent í gærkvöldi og var það Sajid Javid innanríkisráðherra Bretlands sem hlaut titilinn Áhrifamesti einstaklingurinn 2018. Sajid tók við embættinu fyrr á þessu á ári en hann erfyrsti innanríkisráðherrann sem kemur úr þjóðernislegum minnihlutahópi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni