fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Rósa var týnd á Bláfjöllum í þrjár vikur: „Hundar geta lifað alveg ótrúlega lengi ef þeir hafa nóg vatn“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil mildi var þegar tíkin Rósa bjargaðist eftir að hafa verið týnd í þrjár vikur á fjöllum. Rósa, sem er sjö ára gömul af tegundinni Shar Pei, slapp í námunda við Litlu kaffistofuna í lok maí og hafði sést nokkrum sinnum á flakki um Bláfjallasvæðið. Tíkin er horuð og sár á þófunum en í ótrúlega góðu ásigkomulagi miðað við aðstæður.

Guðlaug Birgisdóttir, eigandi Rósu var erlendis þegar Rósa slapp fimmtudaginn 24. maí við Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi. Verið var að setja á hana taum í bíl þegar hún tók á rás og fljótlega var hún komin út að Bláfjallaafleggjara en var mjög fælinn og náðist ekki. Anna Soffía Óskarsdóttir, systir Guðlaugar, tók þátt í að leita að Rósu og ræddi við DV um málið.

 

Hugsanlega farið í hreiður

„Rósa sást á þessu svæði í nokkur skipti, einu sinni í viku eða svo, en hún er mikil mannafæla. Síðan gerist það mjög oft að þegar hundar týnast svona að þá verða þeir mannfælnari en ella. Strax á sunnudeginum var orðið augljóst að hún væri farin að fela sig.“

Rósa, sem hafði aldrei strokið svona áður, þurfti að dvelja á Bláfjallasvæðinu í alls þrjár vikur þar sem hún þekkti ekkert til en eigendur hennar búa í Hveragerði. Sennilega hefur Rósa haldið til í hraununum í kringum Bláfjöll enda voru þófarnir hennar orðnir sárir. Í einhver skipti sem hún sást var hún orðin hölt.

Á hverju hefur hún lifað?

„Við vitum það ekki“ segir Anna. „Hundar geta lifað alveg ótrúlega lengi ef þeir hafa nóg vatn. Það er einnig möguleiki að hún hafi geta bjargað sér með því að fara í hreiður og éta unga. Hún var orðin horuð og svöng þegar hún náðist loksins og feldurinn úfinn.“

Shar Pei er harðgerður hundur að því leyti að þeir safna fitu í húðina og geta gengið á hann í vissum tilvikum.

Óttuðust þið að hún myndi ekki lifa vistina af?

„Síður eftir að það hætti að vera snjókoma og slydda. En jú, auðvitað var maður hræddur við það. Við vorum hrædd um að hún myndi fara ofan í gjótu eða ef hún hefði lent á svæði þar sem hún kæmist ekki í vatn. Ég átti ekki von á því að hún myndi svelta.“

 

Samheldni hundasamfélagsins

Ótrúlegur fjöldi fólks tók þátt í leitinni að Rósu, fólk sem þekkti eigendurna ekki neitt en hafði heyrt söguna í gegnum hópinn Hundasamfélagið á Facebook. Gengið var um svæðið og leitað með dróna. Matarstöð var sett upp með lyktarsterkum mat og hreyfimyndavél við hana en þó að Rósa væri svöng þá fór hún aldrei í matinn.

Um hádegisbil á miðvikudaginn 13. júní fann hópur kvenna Rósu og náði að umkringja hana þangað til eigendurnir komu. Þær gáfu henni mat en pössuðu sig að reyna ekki að taka hana sjálfar.

„Þegar eigendurnir komu hljóp Rósa að bílnum og þá var mikið fagnað. Það var ótrúlegt hvað það var mikið af fólki sem var boðið og búið að aðstoða okkur á allan mögulegan hátt. Við kunnum þessu fólki endalausar þakkir.“

Rósa hefur verið að braggast merkilega hratt eftir að hún komst heim til eigenda sinna. Strax fyrsta daginn var feldurinn hennar orðinn sléttur og fínn. Á þófunum eru sár og hún er vitaskuld horuð en algjörlega ómeidd að öðru leyti. Enn er hún samt óörugg heima hjá sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“