fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Æsingur vikunnar: Manuela og like-in

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æsingur vikunnar að þessu sinni varð út frá Instagram-sögu Manuelu Óskar Harðardóttur, fegurðardrottningar og athafnakonu, á mánudaginn. Þar sagðist hún ekki sátt við fylgjendur sína og sagði það „fáránlegt!“ að fylgja henni en ekki setja „like“ við myndina. Fjölmiðlar gripu þetta á lofti, þar á meðal Bleikt sem notaði fyrirsögnina: „Manuela Ósk ósátt við glápara: „Þetta er svo shitty.“

Fréttin, sem innihélt skjáskot af Instagram-síðu Manuelu, vakti mikla athygli. Fyrir neðan mátti lesa ótal athugasemdir, í flestum tilfellum var hæðst að Manuelu og þeirri gerviþörf að fá „like“ á það sem er deilt á samfélagsmiðlum. Allar grófar athugasemdir um hana voru fjarlægðar en að lokum þurfti að loka athugasemdakerfinu. Rúmum klukkutíma eftir að fréttin birtist voru komnir brandarar um málið í deilingu á samfélagsmiðlum.

Manuela brást illa við netníðinu og athugasemdunum. Í yfirlýsingu á Instagram sagði hún engan eiga slíkt skilið og aðeins hefði verið um að ræða „spjall“ við fylgjendur sína en ekki lesendur fjölmiðla. Yfirlýsingin var birt á Bleikt sama kvöld. Daginn eftir, þriðjudag, var Manuela í viðtölum á K100 og á FM957. Í viðtölunum þvertók hún fyrir að leyfa „like“-um á samfélagsmiðlum að stjórna lífi hennar og þetta hefði verið hugsað sem hugleiðing á hennar eigin síðu. Fjallaði hún svo meira um málið á Snapchat á þriðjudaginn.

Æsingurinn var að mestu leyti búinn eftir hádegi á þriðjudag fyrir utan nokkra brandara á samfélagsmiðlum um sárindi við að fá ekki nógu mörg „like“ á færslur sínar. Það síðasta sem heyrðist af stóra Manuelumálinu var í slúðurdálki Viðskiptablaðsins sem kom út á fimmtudag, þar var fyrsta frétt málsins reifuð í grófum dráttum og sagt að það væri ekki alltaf sældarlíf að vera áhrifavaldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“