fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Er Góði hirðirinn að breytast í Epal?

Svarthöfði
Sunnudaginn 7. október 2018 10:00

Góði hirðirinn Nálgast Epal í verðlagningu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði hefur velt því fyrir sér af hverju Góði hirðirinn er orðin svona dýr búð. Þar er selt rusl. Þarna er til dæmis verið að selja stól úr hrosshári á 75 þúsund krónur. Le Corbusier er hann kallaður og er víst fínt merki utan úr heimi. Svarthöfði þurfti að klípa sig í upphandlegginn til að athuga hvort hann væri nokkuð að dreyma. Gekk Svarthöfði kannski óvart inn í Epal en ekki nytjamarkað Sorpu þennan dag? En jú, Svarthöfði var vel vakandi og enn þá í ruslabúðinni.

Harmonika 55 þúsund krónur, prjónavél 12 þúsund, lítið barborð 14 þúsund. Allt með ljótum grænum verðmiðum sem erfitt er að ná af og meiðir Svarthöfða undir nöglunum. Gamlir He-Man-kallar á 650 krónur stykkið. Þeir eru ekki einu sinni með með brynju og sverð. Bara berir að ofan og hálflúskraðir greyin.

Eins og ávallt mætir Svarthöfði tímanlega og sá að fyrir opnun stóðu tugir fyrir utan búðina og biðu þess að hún yrði opnuð. Þetta hefur Svarthöfði aðeins séð þegar Dunkin’ Donuts var opnað í Austurstræti árið 2015. En jú, líka í sjónvarpinu þegar Kanar berjast um raftæki á svörtum föstudegi. Svarthöfða var svolítið brugðið en lét ekki deigan síga.

Svarthöfði fór á stúfana og leitaði skýringa á þessu. Komst hann að því að bölvuðu góðærinu er um að kenna. Íslendingar kaupa allt nýtt og henda nánast ónotuðum hlutum beint í tunnuna, sumu enn í verksmiðjuplastinu. Stórvesírarnir á Sorpu geta því valið bestu bitana en sleppt alvöru ruslinu.

Veltir Svarthöfði fyrir sér hver næstu skref Góða hirðisins verði. Munu þeir opna netverslun? Auglýsa vörur sínar í Sjónvarpinu? Kannski fara í útrás til Köben og Lundúna? Den Gode Hyrde – Design Fabuleux.

Þetta er varhugaverð þróun að mati Svarthöfða. Strangheiðarlegt alþýðufólk hefur varla efni á að kaupa rusl lengur. Góði hirðirinn er hins vegar ekki eini nytjamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og hefur Svarthöfði í auknum mæli neyðst til að versla við markað ABC Barnahjálpar og Rauða krossinn. Þar er ruslið á mun samkeppnishæfara verði og þjónustan fín. Það kæmi Svarthöfða þó hins vegar lítið á óvart ef þessir markaðir færu að elta Góða hirðinn og þá er voðinn vís. Hvar verður þá hægt að kaupa rusl?

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt