FréttirPressan

Heimsendaspámenn geta pakkað niður – Pólskipti eru ekki yfirvofandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. maí 2018 06:35

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Nú geta heimsendaspámenn bara pakkað niður og hætt að koma með hörmungaspár um yfirvofandi pólskipti sem myndu hafa miklar hörmungar í för með sér. Vísindamenn segja að pólskipti séu ekki yfirvofandi í fyrirsjáanlegri framtíð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá vísindamönnum við háskólann í Liverpool. Fjölmiðlar fjölluðu margir nýlega um mælingar sem bentu til að segulpólar jarðarinnar væru að fara að skipta um stað þannig að segulpóllinn á norðurskautinu myndi flytja sig yfir á suðurskautið og öfugt.

Á vef Videnskab.dk kemur fram að ef til pólskipta kemur geti það hafa ófyrirsjáanlegar og alvarlegar afleiðingar fyrir stóran hluta þeirra rafeindatækja sem við notum í dag. Til dæmis gætu gervihnettir farið illa út úr þessu. Sumir telja einnig að pólskipti geti haft slæm áhrif á loftslagsmálin.

Vangaveltur um pólskipti hafa verið meiri undanfarið en oft áður þar sem mælingar sýna að segulsvið jarðarinnar hefur veikst á undanförnum 200 árum.

Vísindamenn hafa nú rannsakað tvo „nýlega“ atburði, fyrir 34.000 og 41.000 árum síðan, þar sem pólarnir skiptu næstum um stað. Það gerðist þó ekki og vísindamennirnir reikna ekki með að það gerist að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók Viagra og fékk langvarandi standpínu – Að lokum brotnaði limurinn

Tók Viagra og fékk langvarandi standpínu – Að lokum brotnaði limurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að hún hefði týnt augnlinsunni – Fann hana 28 árum síðar á ótrúlegum stað

Hélt að hún hefði týnt augnlinsunni – Fann hana 28 árum síðar á ótrúlegum stað
Fyrir 2 dögum

Mest hefur veiðst í Eystri Rangá

Mest hefur veiðst í Eystri Rangá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilahristingur og heilaskaði auka líkurnar á sjálfsvígum

Heilahristingur og heilaskaði auka líkurnar á sjálfsvígum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakborningur í hópnauðgunarmál fyrir dómi – „Það var svo hugguleg stemning hjá okkur“

Sakborningur í hópnauðgunarmál fyrir dómi – „Það var svo hugguleg stemning hjá okkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bílbrunarnir í Svíþjóð eru himnasending fyrir Svíþjóðardemókratana – Segir ástæðu skemmdarverkanna vera misheppnaða samþættingu innflytjenda og getulausa lögreglu

Bílbrunarnir í Svíþjóð eru himnasending fyrir Svíþjóðardemókratana – Segir ástæðu skemmdarverkanna vera misheppnaða samþættingu innflytjenda og getulausa lögreglu