fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
FréttirPressan

Vopnaður maður handtekinn í dönskum skóla – Var með skammbyssu og skotfæri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 16:30

Mynd úr safni. Danskur lögreglubíll.

32 ára karlmaður var handtekinn í gær í TEC menntasetrinu í Hvidovre í Kaupmannahöfn. Tilkynnt hafði verið um grunsamlega hegðun mannsins og að hann væri með eitthvað sem líktist skammbyssu. Lögreglan brást skjótt við tilkynningunni og handtók manninn. Hann reyndist vera með skammbyssu og skotfæri meðferðis.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn kemur fram að maðurinn verði færður fyrir dómara í dag þar sem gæsluvarðhalds verður krafist yfir honum. Lögreglan hefur ekki viljað segja mikið um málið annað en að handtakan hafi gengið vel og átakalaust fyrir sig. Nú sé verið að rannsaka málið betur en á þessu stigi þess bendi ekkert til að maðurinn hafi ætlað að nota byssuna í skólanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Er þetta ósiðlegasti leikur í heimi? 16 ára piltur fékk fyrstu verðlaun sem eru 4 daga kynlífsorgía

Er þetta ósiðlegasti leikur í heimi? 16 ára piltur fékk fyrstu verðlaun sem eru 4 daga kynlífsorgía
Pressan
Í gær

Guðsþjónustan hefur staðið yfir í sjö vikur samfleytt – Ástæðan er einstök

Guðsþjónustan hefur staðið yfir í sjö vikur samfleytt – Ástæðan er einstök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eigendur vogunarsjóða studdu Brexit – Sjá nú fram á mikinn hagnað vegna Brexit-öngþveitis

Eigendur vogunarsjóða studdu Brexit – Sjá nú fram á mikinn hagnað vegna Brexit-öngþveitis
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslamskir öfgamenn undirbúa efnavopnaárás í Bretlandi – Gætu sprengt sprengju í neðanjarðarlestakerfinu

Íslamskir öfgamenn undirbúa efnavopnaárás í Bretlandi – Gætu sprengt sprengju í neðanjarðarlestakerfinu