fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FréttirPressan

Frá 1. júní eiga krossar vera í öllum opinberum skrifstofum í Bæjaralandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 07:15

Markus Söder með kross.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kross er ekki kristlegt tákn heldur menningarlegt tákn segir Markus Söder leiðtogi þýska sambandsríkisins Bæjaralands. Stjórnvöld í Bæjaralandi hafa ákveðið að frá og með næstu mánaðarmótum eigi krossar að prýða allar opinberar skrifstofur í sambandsríkinu. Krossarnir eiga að vera við innganginn í byggingarnar.

Á Twitter sagði Söder að málið snúist um „sjálfsmynd Bæjaralands og kristileg gildi“. Söder er vanur að láta hendur standa fram úr ermum og því er hann að sjálfsögðu búinn að láta hengja upp kross við innganginn að eigin skrifstofu.

Óhætt er að segja að þetta hafi allt saman vakið mikla athygli og hefur háði og fordæmingum rignt yfir Söder undanfarið. Kristnir, bæði mótmælendur og kaþólikkar, hafa látið í sér heyra. Söder hefur verið gagnrýndur fyrir krossamálið og það sagt vera kosningabragð sem hann ætli að reyna að græða á en kosið verður í Bæjaralandi í haust.

Burkhard Hose, prestur í Würzburg, segir að ekki sé hægt að breyta krossinum í einhverja bæverska þjóðsögu. Wolfgang Bischof, biskup í München, segir að krossinn sé ekki tákn Bæjaralands og alls ekki eitthvað kosningatákn.

Krossar hafa verið bannaðir í skólum í Bæjaralandi frá 1995 en þá komst stjórnlagadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að það stríddi gegn stjórnarskránni að láta þá vera uppi við í skólum. Þetta bann gildir í öllu Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?