fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FréttirPressan

Ætlaði að mæta í útför sonar síns – Fær ekki vegabréfsáritun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 06:12

Sænskt vegabréf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember var Mahmoud Alizade myrtur í Enskede menntaskólanum í Svíþjóð. Skólafélagi hans er grunaður um að hafa stungið hann til bana en réttarhöld yfir honum hófust á þriðjudaginn. Hann er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot, líkamsárás og vörslu fíkniefna.

En Alizade hefur ekki enn verið jarðsettur því móðir hans, sem býr í Íran, vill að vonum vera viðstödd útför sonar síns en sænsk yfirvöld hafa neitað henni um vegabréfsáritun. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Haft er eftir Viktor Banke, lögmanni móðurinnar, að hann telji að fólk átti sig ekki á hversu harkaleg þessi neitun er. Hann benti á að samkvæmt reglum sé heimilt að veita vegabréfsáritanir af mannúðarástæðum, til dæmis svo fólk geti verið við útfarir. En sænsk innflytjendayfirvöld hafi sagt nei við umsókninni.

Banke ætlar nú að reyna að fá útförinni frestað enn frekar á meðan hann vinnur að því að fá heimild fyrir móður Alizade til að koma til Svíþjóðar og vera við útförina.

„Heitasta ósk móðurinnar er að fá að sjá son sinn einu sinni enn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?