fbpx
Fréttir

50.000 bílar þessarar tegundar seldir frá 2002 – Enginn ökumaður né farþegi hefur látist í umferðarslysi í svona bíl

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 22:00

Volvo XC90 2017 árgerð. Mynd:Wikimedia Commons.

Frá því 2002 hafa verið seldir rúmlega 50.000 Volvo XC90 bílar í Bretlandi. Á öllum þessum tíma hefur ekki einn einasti ökumaður eða farþegi í bíl þessarar tegundar látið lífið í umferðarslysi þar í landi. Óháða rannsóknarstofan Thatcham Research segir að Volvo XC90 sé öruggasti bíllinn sem þar hefur verið prófaður.

Aðeins ein önnur bíltegund er með svipaða sögu og XC90 bíllinn en það er Audi Q7 en hann var aðeins seldur á árunum 2015 og 2016 að því er segir í umfjöllun BBC um málið.

Ein af ástæðunum fyrir árangri Volvo er að XC90 var einn fyrsti bíllinn þar sem myndavél og radar voru notuð til að vara ökumenn við hættum á veginum. Núna eru þessi kerfi orðin enn fullkomnari og stöðva bílinn ef hann fer of nálægt öðrum bíl ef ökumaðurinn gerir það ekki sjálfur. Margir aðrir bílaframleiðendur setja þessi kerfi nú í bíla sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólageitin er mætt fyrir framan IKEA

Jólageitin er mætt fyrir framan IKEA
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“