fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FréttirPressan

Trump samdi eigin heilbrigðisvottorð að sögn læknis hans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. maí 2018 05:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harold Bornstein, fyrrum læknir Donald Trump Bandaríkjaforseta, var í viðtali við CNN í gær. Þar sagði hann að Trump hafi sjálfur samið textann sem stóð í heilbrigðisvottorði hans sem var lagt fram fyrir forsetakosningarnar 2016.

„Hann samdi allt vottorðið. Þetta voru ekki mín orð.“

Sagði Bornstein sem var læknir Trump í þrjá áratugi.

„Hann samdi þetta og ég sagði honum ef það var eitthvað sem hann gat ekki skrifað.“

Bornstein hafði áður haldið því fram að hann hafi samið heilbrigðisvottorðið en hefur nú breytt framburði sínum.

Í heilbrigðisvottorðinu stóð meðal annars að líkamlegt ástand Trump væri „ótrúlegt“.

„Líkamlegt ástand hans og þol er ótrúlegt. Ef hann verður kjörinn get ég svo sannarlega sagt að hann er heilbrigðasti maðurinn sem nokkru sinni hefur verið kjörinn forseti.“

Stóð í heilbrigðisvottorðinu sem Bornstein undirritaði.

Bornstein sagði einnig í viðtalinu að á síðasta ári hafi þrír „hávaxnir“ menn frá Hvíta húsinu skyndilega birst á stofu hans og stolið sjúkraskýrslum forsetans.

„Þeir ruddust inn, hræddu ritarann og ýttu sjúklingi til hliðar.“

Sagði Bornstein en þessu vísaði Sarah Sanders, talskona Hvíta hússins, á bug og sagði að það væri venjan að læknadeild Hvíta hússins tæki sjúkraskýrslur forsetans í sína vörslu. Hvorki Sanders né aðrir talsmenn Hvíta hússins hafa enn tjáð sig um frásögn Bornstein um að Trump hafi samið eigin heilbrigðisvottorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn