fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: „Þetta hlýtur að vera svaneðla“ – Risavaxið hræ af 300 metra dýpi

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 1. maí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. apríl árið 1977 var japanski togarinn Zuiyo-maru á makrílveiðum þrjátíu mílum austan við borgina Christchurch á Nýja Sjálandi þegar skrítin skepna festist í netinu.

Þegar sjómennirnir drógu upp netið af 300 metra dýpt hékk í því risavaxið hræ. Einn þeirra hrópaði til skipstjórans Akira Tanaka að þetta væri rotinn hvalur en hann var ekki sannfærður.

Fleiri sjómenn komu að til að skoða dýrið og enginn var viss í sinni sök. Sumir veltu því fyrir sér hvort þetta væri risaskjaldbaka án skjaldarins.

Þeir tóku ljósmyndir en ákváðu að fórna vísindalegri þýðingu fundarins fyrir aflann sem þeir höfðu veitt og varpa því hræinu frá borði. En þegar þeir færðu hræið um set losnaði það úr netinu og hrundi á þilfar skipsins.

Japanskir vísindamenn skiptust fljótlega í fylkingar, sumir höfðu efasemdir en aðrir voru sannfærðir um að hér væri alvöru nýdáin svaneðla á ferðinni.

Þá gat einn sjómannanna, Michihiko Yano, skoðað hræið betur, tekið sýni og mælt það.

Dýrið var tíu metrar á lengd og virtist hafa langan háls og hala og ugga eða bægsli að neðanverðu. Eftir að Yano hafði gert sínar mjög svo fátæklegu rannsóknir í alls um klukkutíma var hræinu ýtt útbyrðis yfir borðstokkinn.

Síðar meir rissaði hann upp mynd af dýrinu eins og hann taldi það hafa litið út og lét framkalla þær ljósmyndir sem hann tók.

Um borð í Zuiyo-maru – Furðu lostnir skipverjar

„Dýrmæt uppgötvun fyrir allt mannkyn“

Forsvarsmenn útgerðarinnar höfðu aldrei séð slíkt dýr áður og heldur ekki þeir vísindamenn sem leitað var til.

Sumir fóru hins vegar að nefna að skepnan líktist helst risaeðlu sem hefur verið nefnd svaneðla og var uppi seint á trías tímabilinu, fyrir um 203 milljónum ára.

Þetta fannst forstjórum útgerðarinnar svo spennandi að þeir boðuðu til blaðamannafundar til að tilkynna um hinn merka fund, jafn vel þó að niðurstöður úr sýnatökunni lægju ekki enn fyrir.

Þann 20. júlí sögðu þeir frá sæskrímslinu ógurlega og dagblöðin og ljósvakamiðlarnir átu þetta eftir þeim. Japanskir vísindamenn skiptust fljótlega í fylkingar, sumir höfðu efasemdir en aðrir voru sannfærðir um að hér væri alvöru nýdáin svaneðla á ferðinni.

Þetta hlýtur að vera svaneðla?!

Yoshimori Imaizumi, prófessor við Náttúrugripasafn Tokyoborgar sagði:

„Þetta er ekki fiskur, hvalur eða annað spendýr heldur skriðdýr og út frá myndinni að dæma lítur þetta út eins og svaneðla. Þetta er dýrmæt uppgötvun fyrir allt mannkyn. Það lítur út fyrir að þessi dýr séu alls ekki útdauð.“ Tokio Shikama frá Yokohama háskóla sagði:

„Þetta hlýtur að vera svaneðla. Þessi dýr hljóta að synda enn þá um höfin við Nýja Sjáland og lifa á fiski.“

Vísindamenn frá Evrópu og Ameríku höfðu hins vegar efasemdir um þennan „merkilega fund.“ Þegar dýr rotna breytist útlit líffæranna oft á tíðum og þau líta út fyrir að vera eitthvað allt annað.

Niðurstöður sýnatökunnar komu í ljós fimm dögum eftir blaðamannafundinn en útgerðin birti þær á svo óskýran hátt að fólki fannst óljóst um hvað var verið að ræða. Sagt var að sýnin gæfu til kynna að hér væri dýr „svipað og þau sem tilheyrðu lifandi dýrum í beinfiskafjölskyldunni.“ Með „lifandi dýrum“ áttu þeir við hákarla en hvorki fjölmiðlafólk né aðrir skyldu þessa framsetningu.

Sköpunarsinnar fögnuðu

Sannkallað svaneðluæði leit dagsins ljós í Japan.

Leikfangaframleiðendur framleiddu dúkkur með risaeðlunni og fyrirtæki notuðu hana í auglýsingum. Japanska ríkisstjórnin spilaði með og lét prenta sérstakt svaneðlufrímerki uppgötvuninni til heiðurs. Tugir skipa frá Asíu og Rússlandi þeystu í átt að Nýja Sjálandi til þess að reyna að ná henni aftur upp úr sjónum.

Vestrænir miðlar voru varkárari í umfjöllun um dýrið. Rýnt var í niðurstöður sýnatökunnar og ljósmyndirnar. Án þess að taka of afgerandi stöðu í málinu voru flestir á þeirri skoðun að hræið hefði verið af stórum beinhákarli, næst stærsta fiski heims.

Málið varð að þrætuepli milli hópsins sem studdi svaneðlukenninguna og beinhákarlskenninguna. Það flæktist einnig inn í trúarlega umræðu því að kristilegir sköpunarsinnar, sem telja að jörðin sé einungis um sex þúsund ára gömul, töldu að svaneðlufundurinn styddi kenningar þeirra um unga jörð. Sumum fannst fundurinn einnig merkilegur frá sjónarhorni þjóðsagnanna. Að sögur af sæskrímslum sem sjómenn hefðu sagt um aldir gætu hugsanlega verið sannar.

Efasemdarmennirnir hófu þá djúpar rannsóknir á því hvernig rotnun beinhákarla á sér stað. Komust þeir að því að neðri kjálki rotnaði fyrr í burtu en sá efri og sporðblakan rotnar fyrr en aðrir uggar. Hálfrotnaður beinhákarl gæti því vel haft sömu lögun og svaneðla. Stærð dýrsins sem Zuiyo-maru fann gæti einnig vel passað við beinhákarl.

Svaneðlufrímerkið

Nefnd vísindamanna skilaði skýrslu

Æðið og deilan stóð fram á haustið 1977 en þá voru vísindamenn af öllum toga voru kallaðir til að skera úr um þetta í nefnd.

Lífefnafræðingar, fiskifræðingar, steingervingafræðingar, líffærafræðingar og vísindamenn úr fleiri greinum gáfu loks út skýrslu í júlí árið 1978.

Nefndarmenn gátu ekki staðhæft neitt með fullri vissu en samkvæmt skýrslunni töldu þeir að öllum líkindum hefði hræið verið af beinhákarli.

Eftir að skýrslan kom út héldu sumir enn þá í kenninguna um að hræið hefði verið að svaneðlu og bentu á ýmislegt sem þeir töldu vera gloppur í rannsókninni. Til að mynda skort á ammóníaklykt af hræinu sem sé einkennandi fyrir hákarla, staðsetningu tálkna og margt fleira.

Sköpunarsinnar á borð við Kent Hovind fóru fremst í flokki gagnrýnenda á rannsóknina en flestir aðrir sem höfðu stutt svaneðlukenninguna í upphafi snerust á band vísindanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar