fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FréttirPressan

Sinnti öldruðum en lét móður sína deyja þakta eigin saur – Var í sömu fötunum í áratug

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. maí 2018 21:30

Sófin sem líkið var í.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma-Jane Kurtz, 41 árs frá Oxford á Englandi, hefur verið fundin sek um að hafa vanrækt umönnun móður sinnar um langa hríð. Móðir hennar fannst látin í sófa á heimili þeirra 2014. Lík hennar var þakið saur frá höfði og niður á tær. Kurtz þarf að afplána að minnsta kosti helming þeirra 30 mánaða sem hún var dæmd til að sitja í fangelsi. Hinn helminginn fær hún að taka í samfélagsþjónustu. Kurtz er lögmaður og hefur sérhæft sig í að annast mál fyrir eldra fólk.

Í dómsorði sagði dómarinn að Kurtz hafi skilið móður sína eftir í sófanum til að hún myndi rotna þar. Hann sagði einnig að ljósmyndir frá krufningunni á líkinu hafi helst minnt á myndir úr útrýmingarbúðum.

BBC segir að í réttarhöldunum hafi komið fram að þegar líkið fannst hafi það verið búið að liggja í fimm daga þannig að kinn lá á hné. Þegar sjúkraflutningamenn lyftu líkinu upp losnuðu buxur hennar í sundur og þeir sáu að saur og þvag hafði grafið sig fast í hendur, fætur og andlit.

Einnig kom fram við réttarhöldin að móðir Kurtz hafði verið í sömu fötunum í áratug. Kurtz sagði lögreglumönnum að hún hefði litið til móður sinnar 3-4 sinnum á dag. Dómarinn benti því á að hún hefði haft mörg tækifæri til að aðstoða móður sína og koma henni úr þessum ömurlegu aðstæðum. Hún var 79 ára þegar hún lést og talið er að hún hafi aðeins verið 39 kg þá.

Við ákvörðun refsingar tók dómarinn tillit til að Kurtz er með væga einhverfu og sækir nú tíma hjá sálfræðingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug