fbpx
FréttirPressan

Fór á stefnumót – Síðan fékk hún bréf með póstinum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 07:36

Amanda Burnett og bréfið. Mynd: Amanda Burnett/Instagram

Amanda Burnett, 23 ára bandarísk kona, birti nýlega mynd á Twitter og Facebook af bréfi sem hún fékk með pósti í kjölfar stefnumóts sem hún fór á í heimaríki sínu Indiana. Margir hafa skemmt sér vel yfir bréfinu en öðrum finnst fátt fyndið við það og telja sendanda bréfsins vera í fullum rétti.

Amanda var boðið á stefnumót á veitingastaðnum The Tap. Eftir máltíðina skildust leiðir hennar og mannsins sem bauð henni á stefnumótið. Nokkrum vikum fékk hún síðan bréfið umtalaða frá manninum sem bauð henni á stefnumótið.

Bréfið var í raun reikningur þar sem hún var krafin um greiðslu á helmingi kostnaðarins við máltíðina og drykki því hún hefði hætt að svara manninum eftir stefnumótið. ABC skýrir frá þessu.

„Maður sendi mér reikning fyrir máltíð, sem við borðuðum saman fyrir nokkrum vikum, af því að ég svaraði ekki skilaboðum hans. Það er ekki hægt að skálda þetta.“

Skrifaði Amanda á Twitter.

Reikningurinn hljóðaði upp á 40 dollara sem svara til um 4.000 íslenskra króna.

Amanda segir að fljótlega eftir að hún fékk reikninginn hafi maðurinn sent henni skilaboð og sagt að hún ætti á hættu að fá ítrekun með tilheyrandi aukakostnaði ef hún greiddi ekki reikninginn. Einnig gæti farið svo að hann myndi fela innheimtufyrirtæki að sjá um innheimtuna.

Misjöfn viðbrögð

Viðbrögð fólks við málinu hafa verið mismunandi. Sumum finnst krafa mannsins um greiðslu vera ósanngjörn en aðrir telja að Amanda eigi að greiða sinn hluta af reikningnum.

Daniel Post Senning, sérfræðingur í siðareglum, blandaði sér í umræðuna og í samtali við Business Insider sagði hann að venjan væri að sá sem býður á stefnumót borgi. Hann benti þó á að nú væri heimurinn orðinn þannig að fólk skipti oft reikningnum með sér, bæði þegar það er í föstu sambandi eða á fyrsta stefnumóti. Að hans mati ber það merki hefnigirni að senda reikning með pósti í kjölfar stefnumóts.

Amanda hefur nú eytt færslum sínum af Twitter. Hugsanlega hafa þung orð sem féllu í hennar garð orðið til þess að hún vildi ljúka málinu.

Margir skrifuðu athugasemdir við færslu hennar og sögðu að hún hefði átt að vera heiðarleg og segja manninum að hún hefði ekki áhuga á honum. Hún var einnig gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft manndóm í sér til að skrifa honum og þakka fyrir stefnumótið og segja að ekki yrði meira úr þessu hjá þeim.

Enn aðrir telja að hún hafi aðeins verið á höttunum eftir ókeypis máltíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 4 dögum

KYNNING: Vefverslun Nettó – Gerðu innkaupin þegar þér hentar – Frí heimsending í dag

KYNNING: Vefverslun Nettó – Gerðu innkaupin þegar þér hentar – Frí heimsending í dag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minnst tíu látnir eftir sprengingu í skóla – Grunur um hryðjuverk

Minnst tíu látnir eftir sprengingu í skóla – Grunur um hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Norðmenn og Þjóðverjar standa frammi fyrir alvarlegum lýðheilsuvanda meðal barna – Sérfræðingar eru ráðþrota

Norðmenn og Þjóðverjar standa frammi fyrir alvarlegum lýðheilsuvanda meðal barna – Sérfræðingar eru ráðþrota
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylduharmleikur í Tennessee

Fjölskylduharmleikur í Tennessee
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifrildi í barnaafmæli enduðu með dauða fjögurra einstaklinga

Rifrildi í barnaafmæli enduðu með dauða fjögurra einstaklinga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum bassaleikari 3 Doors Down í tíu ára fangelsi

Fyrrum bassaleikari 3 Doors Down í tíu ára fangelsi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump viðurkennir að loftslagsbreytingarnar séu ekki blekking

Trump viðurkennir að loftslagsbreytingarnar séu ekki blekking
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli