Fréttir

Ung kona bauð manni með sér heim – Hann er grunaður um að hafa nauðgað henni og reynt að myrða hana

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. apríl 2018 23:00

Aðfaranótt 10. desember 2015 var tvítug kona að skemmta sér í Osló. Á öðrum stað í borginni var 26 ára maður að skemmta sér. Þau vissu deili á hvort öðru en lítið meira en það. Þau áttu í samskiptum og spurði maðurinn hvort hann mætti sofa heima hjá konunni því hann hefði ekki í nein hús að venda þessa nótt. Hún sagði já við þeirri ósk hans.

Þegar hann kom heim til hennar sló hann hana margoft í andlitið og lamdi höfði hennar utan í vegg. Því næst nauðgaði hann henni. En þar með var ofbeldinu ekki lokið því þegar nauðgunin var yfirstaðin stakk maðurinn konuna margoft með hníf, meðal annars í andlitið, hálsinn og efri hluta líkamans. Konan náði að verjast og komast út úr íbúðinni og til nágranna síns sem kallaði lögregluna á vettvang.

TV2 skýrir frá þessu og segir að nú sé búið að gefa út ákæru á hendur manninum. Samkvæmt ákærunni slaknaði lítið á manninum eftir að hann var handtekinn og hótaði hann að drepa lögreglumenn þegar ekið var með hann á lögreglustöðina. Þegar þangað var komið sparkaði hann í andlit lögreglumanns.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 11. desember 2015.

Trine Rjukan, lögmaður þolandans, sagði að konan væri illa farin eftir ofbeldið og að lífsgæði hennar væru minni en áður.

Málið verður tekið fyrir hjá þingrétti í Osló í lok apríl og er reiknað með að réttarhöldin standi í 10 daga. Saksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til vistunar á réttargeðdeild og fái viðeigandi umönnun.

Maðurinn neitar að hafa nauðgað konunni eða reynt að drepa hana en viðurkennir að hafa beitt hana ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ívar Pétur leitar að dóttur sinni: Hún er fundin

Ívar Pétur leitar að dóttur sinni: Hún er fundin
Fréttir
Í gær

Öryggismál í lamasessi á Reykjavíkurflugvelli: „Það var öryggishurð þarna þegar ég var þarna í síðustu viku“

Öryggismál í lamasessi á Reykjavíkurflugvelli: „Það var öryggishurð þarna þegar ég var þarna í síðustu viku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 lög sem gætu orðið þjóðsöngur Íslands

5 lög sem gætu orðið þjóðsöngur Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálparsveit skáta boðið í BDSM-partý

Hjálparsveit skáta boðið í BDSM-partý
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari hefur aðgang að haftasvæði: „Fólki finnst þetta ekki viðeigandi“

Siggi hakkari hefur aðgang að haftasvæði: „Fólki finnst þetta ekki viðeigandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaníðingur varamaður í stjórn: „Nei, ég vissi það ekki, þetta er vinur hans Sigga“

Barnaníðingur varamaður í stjórn: „Nei, ég vissi það ekki, þetta er vinur hans Sigga“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arna fékk að vita á sama tíma að hún væri barnshafandi og með krabbamein: „Eigum bara eitt líf og við eigum að njóta þess“

Arna fékk að vita á sama tíma að hún væri barnshafandi og með krabbamein: „Eigum bara eitt líf og við eigum að njóta þess“
Fyrir 3 dögum

Hvernig komst Siggi inn á flugbrautina?

Hvernig komst Siggi inn á flugbrautina?