fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Danskir stjórnmálamenn óttast afleiðingarnar af banni við umskurði drengja – Óttast krísu eins og í kjölfar Múhameðsteikninganna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 07:41

Það er ekki sársaukalaust þegar börn eru umskorin. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn munu þingmenn í heilbrigðismálanefnd danska þingsins funda á lokuðum fundi. Fundarefnið er hvort banna eigi umskurð drengja. Á fundinn hafa heilbrigðisráðherrann, dómsmálaráðherrann, utanríkisráðherrann, varnarmálaráðherrann og kirkjumálaráðherrann verið boðaðir. Ræða á málið ítarlega og fara yfir hugsanlegar afleiðingar ef þingið samþykkir að banna umskurð drengja af öðrum ástæðum en læknisfræðilegum.

Auk ráðherranna hefur fulltrúum í útlendinganefnd, réttarkerfisnefnd, utanríkismálanefnd og kirkjumálanefnd verið boðið á fundinn.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Haft er eftir Liselotte Blixt, formanni heilbrigðismálanefndarinnar, að til fundarins sé boðað þar sem fjalla þurfi um öryggi Danmerkur ef af banni verður.

„Það hefur verið rætt um að banni sem þessu geti fylgt ákveðinn áhætta hvað varðar öryggismál eins og var raunin með Múhameðsteikningarnar. Þess vegna verðum við að funda með ráðherrunum, svo við fáum vitneskju um hvort það er rétt.“

Allt stefnir í að þingið verði að taka málið til afgreiðslu þar sem 50.000 manns muni væntanlega skrifa undir borgaratillögu um að aldurstakmark verði sett á umskurð drengja. Nú þegar hafa rúmlega 35.000 manns skrifað undir tillöguna. Dönsk lög kveða á um að þingið verði að taka svokallaðar borgaratillögur til meðferðar ef 50.000 kosningabærir landsmenn skrifa undir tillöguna.

Ekstra Bladet hefur eftir Nasher Khader, þingmanni, að 55 múslimaríki séu í heiminum og að þau muni mótmæla hugmyndum um bann við umskurði drengja og það muni Ísrael einnig örugglega gera.

Danskir fjölmiðlar hafa fylgst nokkuð vel með umræðunni um tillögu Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna um bann við umskurði drengja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis