fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Nýnasistar herja á grunnskóla og leita að nýjum félagsmönnum þar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 07:43

Norrænir nýnasistar í mótmælagöngu. Mynd/Wikimedia Commons

Hin umdeilda sænska nýnasistahreyfing Nordiska Motståndsrörelsen hefur nú tekið upp nýjar aðferðir við að afla nýrra félagsmanna. Nú herja félagar í samtökunum á börn í Lorensbergaskolan grunnskólanum í Ludvika sem er norðaustan við Stokkhólm. Áhuga nasistanna á skólanum má rekja til atburðar sem þar varð í desember.

Dagens Nyheter skýrir frá þessu. Haft er eftir skólastjóra Lorensbergaskolan að nýnasistarnir séu að vinna sig inn í huga óöruggra ungmenna og að staðan sé alvarleg. Dagens Nyheter segir að Nordiska Motståndsrörelsen sé ofbeldisfyllsta hreyfing nýnasista í Svíþjóð.

Sænska lögreglan segir að hreyfingin hafi allt frá 1997 hvatt til ofbeldisverka og byltingar. Hreyfingin tengist einnig þremur sprengjuárásum í Gautaborg á síðasta ári. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir heillaðir af skotvopnum og beri oft hnífa.

Í desember kom upp ósætti og óvinskapur á milli sænsks drengs og sómalskrar stúlku í skólanum. Í framhaldi af því mætti eldri bróðir stúlkunnar í skólann og réðst á sænskan dreng í hefndarskyni. Tilviljun ein réði því hver var fórnarlambið. Fjallað var um málið í staðarblaði og brást Nordiska Motståndsrörelsen við fréttinni. Nokkrum dögum eftir átökin á skólalóðinni mættu nokkrir meðlimir hreyfingarinnar utan við skólann, þeir voru með græn blys, sírenur og borða sem á stóð:

„Sænsk æska, sláðu á móti.“

Hér var ekki um neina unglinga sem voru mættir að skólanum heldur voru hér fullorðnir menn á ferð að sögn Dagens Nyheter.

„Þrátt fyrir lygar þeirra, þá verðið þið að vita að allt sem við gerum, gerum við fyrir ykkur. Þetta er landið okkar og það erum við sem ráðum hér.“

Eru mennirnir sagðir hafa sagt við nemendurna.

Göran Törnqvist, skólastjóri, kom þá út á skólalóðina og reyndi að fá nemendurna inn í skólann en eftir því sem hann segir þá voru margir þeirra áhugasamir um boðskap nýnasistanna.

Meðlimir Nordiska Motståndsrörelsen hafa birt greinar í eigin blaði þar sem þeir segja að þeir muni heimsækja fleiri skóla í bænum og að þeir hafi margoft dreift flugritum inni í skólanum sjálfum. Törnqvist segist hafa áhyggjur af öryggi nemenda og starfsfólks skólans. Aðspurður sagðist hann telja að sumir nemendanna væru að snúast til öfgahyggju vegna áróðursins.

„Sumir eru örugglega að snúast til öfgahyggju. Ég tel þó að við getum enn unnið þá á okkar band en við verðum að leggja mikið á okkur til þess. Annars munu nasistarnir sigra.“

Talsmaður Nordiska Motståndsrörelsen, Pär Öberg, vildi ekki tjá sig um málið við Dagens Nyheter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enginn trúir lengur á álfasögur

Enginn trúir lengur á álfasögur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga