fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Norsk tré bera merki óhugnanlegrar fortíðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. apríl 2018 05:22

Norskur skógur. Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það leikur enginn vafi á að stríð setja mark sitt á umhverfi sitt og sögu okkar. Flest þessara spora sjást fljótlega en það var fyrst nýlega, rúmlega 70 árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, sem spor eftir óhugnanlega fortíð fundust í norskum trjám.

BBC skýrir frá þessu. Þar kemur fram að í síðari heimsstyrjöldinni hafi stærsta herskip Þjóðverja, Tirpitz, verið staðsett við Noreg til að hræða Bandamenn frá því að ráðast til atlögu við þýska hernámsliðið í landinu. Skipið lá oft í fjörðum landsins og til að fela það fyrir Bandamönnum var gasi dælt út í kringum það svo það sást illa eða ekki.

Nú hafa vísindamenn komist að því að þetta gas hafði allt annað en góð áhrif á tré í nágrenni við legustaði skipsins. Claudia Hartl, hjá Johannes Gutenberg háskólanum, sagði í samtali við BBC að það sé mjög áhugavert að áhrif gassins sjáist enn í skógum í norðurhluta Noregs rúmlega 70 árum eftir að gasið var notað. Þjóðverjar hafi notað gas og hugsanlega önnur efni víðar í Evrópu og þar sé hugsanlega hægt að finna svipuð ummerki.

Hún uppgötvaði áhrif gassins á trén þegar hún vann að loftslagsrannsóknum í Kåfjord í Norður-Noregi. Tjón á trjánum og lítill vöxtur þeirra var eitthvað sem ekki var hægt að rekja til kulda eða skordýra. Árhringir trjánna segja sögu þeirra og þannig gat Hartl séð lífshlaup þeirra. Eitt tré hafði til dæmis ekki vaxið neitt í 9 ár og síðan tók það tréð 30 ár að ná eðlilegum vexti á nýjan leik.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Geophysical Research Abstracts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi