fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FréttirPressan

Var kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu sjálfhætt? Segja að tilraunastöðin sé hrunin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 06:11

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla ánægju víða um heim þegar stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu 21. apríl að þau hefðu ákveðið að loka kjarnorkutilraunastöð sinni og hætta öllum tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar. Það fygldi sögunni að landið væri komið svo langt í þróun kjarnorkuvopna að ekki væri þörf á frekari tilraunum.

En getur hugsast að þessi „ákvörðun“ hafi verið tekin af þeirri enföldu ástæðu að kjarnorkutilraunasvæði einræðisstjórnarinnar var hrunið? Vísindamenn hjá Vísinda- og tækniháskóla Kína hafa nú birt greiningar á neðanjarðar kjarnorkutilraunssvæði Norður-Kóreu og er niðurstaða þeirra að Punggye-ri tilraunasvæðið hafi hrunið saman og sé ónothæft með öllu.

Sky er meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem skýra frá þessu í dag. Niðurstaða kínversku vísindamannanna er að stórir hlutar tilraunastöðvarinnar, sem er inni í fjalli, hafi hrunið saman átta og hálfri mínútur eftir að kjarnorkusprengja var sprengd þar í september. Jarðvísindamenn höfðu lengi varað við að þetta gæti gerst. Nú er því ekki lengur hægt að gera tilraunir með kjarnorkuvopn í tilraunastöðinni og mikil hætta er talin á að geislavirk efni berist frá henni.

Jarðskjálftar og sprengingar

Kínversku vísindamennirnir benda á að endurteknar tilraunasprengingar og jarðskjálftar hafi valdið því að tilraunastöðin hrundi saman.

Það virðist sem allt hafi farið úr skorðum aðfaranótt 3. september en þá tilkynntu Suður-Kórea og Japan að kjarnorkusprengja hefði verið sprengd í Punggye-ri en þá mældist jarðskjálfti upp á 6,3 á svæðinu.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu skýrðu síðan frá því að þau hefðu þróað vetnissprengju sem búi yfir gríðarlegum eyðileggingarmætti. Kim Jong-un var sagður hafa skoðað sprengjuna sem að sögn var hægt að koma fyrir á langdrægum eldflaugum. Þetta hafa sérfræðingar þó efast um að sé rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?