Fréttir

Sat saklaus í fangelsi í 13 ár – Fær 18 milljónir sænskra króna í bætur frá sænska ríkinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 18:00

Kaj Linna Mynd/Wikimedia Commons

Á síðasta ári var Kaj Linna sýknaður af morði í bænum Kalamark í norðurhluta Svíþjóðar en hann hafði verið sakfelldur fyrir morðið 13 árum áður. Í kjölfar sýknunnar hófst barátta Kaj og lögmanna hans við að fá bætur frá sænska ríkinu fyrir þann órétt sem hann var beittur. Nýlega ákvað æðsti umboðsmaður ríkisstjórnarinnar að Linna skuli fá 18 milljónir sænskra króna í bætur en það svarar til rúmlega 200 milljóna íslenskra króna.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Haft er eftir Thomas Magnusson, lögmanni Linna, að þetta séu hæstu bætur sem sænska ríkið hefur nokkru sinni breitt í bætur. Linna krafðist 20 til 25 milljóna í bætur en segist sáttur við að nú sé málinu lokið.

Í samtali við Aftonbladet sagði Linna að hann ætli að halda upp á þetta með því að byggja steintröppur en hann býr nú á El Hierro sem er ein Kanaríeyja.

Sýknudómurinn var byggður á að tæknileg sönnunargögn hefði skort og að vitni höfðu skýrt ranglega frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af